mánudagur, nóvember 01, 2004

úps

Gleymdi víst að tala aðeins um blúskvöldið sem ég fór á. Ég veit samt ekki hvort að það skipti nokkru máli því að þetta er eins og þegar maður spyr vini sína með hverjum þau eru að fara að djamma í kvöld og þau telja upp eitthvað fólk sem maður hefur aldrei heyrt um áður og hvað þá hitt. Í einni af myndunum sem sýnd var í komu fram menn eins og Howling Wolf, John Lee Hooker, T-Bone Walker, Muddy Waters, Sonny Boy Williamson og fleiri merkilegir menn. Þessir menn og fleiri komu saman á blues og folk music festival sem var haldið '62-'66. Þar var saman komið allt hvíta fólkið að horfa á svertingjana fremja blús eins og þeir gera það best. Að horfa á þetta fólk syngja sína tóna og spila á sínum hljóðfærum eins og ekkert væri náttúrulegra var unaðslegt, í einu atriðinu komu fram sex munnhörpuleikarar sem allir skiptust á að spila við míkrafón. Á meðan einn var að spila voru allir hinir að dansa eins og mother..... og kalla inní samþykktarhljóð - "Ayeah, tell 'em baby!"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home