mánudagur, nóvember 29, 2004

Hjálmar

Ef ég var ekki búin að segja frá því nú þegar - þá er íslenska reaggy (hef sko ekki hugmynd um hvernig þetta er skrifað) hljómsveitin Hjálmar að gera mjög svo góða hluti inná mínu heimili þessa dagana. Reyndar alveg frá því í sumar, þegar ég var svo heppin að kíkja á tónleika þeirra. Held sko að flestir þekki þá, en samt virðist ennþá vera fólk þarna úti sem ekki hefur séð ljósið - jæja, til ykkar langar mig að segja: "Kaupið diskinn!" Nú, eða kíkið í kaffi til mín og ég skal með glöðu geði kynna ykkur fyrir þessa snilld. Fátt skemmtilegra en að fá gott fólk heim í kaffi og ekki sakar ef viðkomandi kann að meta góða tónlist (þá á ég auðvitað við tónlist sem ég fíla og er að kynna, hehe).
Var að lesa eitthvað um að stórmennið Tom Waits væri kannski á leiðinni hingað til okkar - hversu mikil snilld væri það, ja... ég væri allavega til í að standa í röð í einn og hálfan sólarhring fyrir miða á tónleikana. Hehe, verða að segja frá hversu barnaleg ég get stundum verið... söngkona að nafni Gillian Welsh er í miklu uppáhaldi hjá mér og hún er mjög lítið þekkt hér á landi, útfrá því ályktaði ég að hún væri svona lowprofile tónlistarkona, allavega þá fór ég að sjá fyrir mér að gaman væri að flytja hana hingað heim til að spila fyrir mig og ykkur hin í leiðinni - pabbi sagði að það yrði dáldið stórt batterí, "neinei" sagði ég og útskýrði fyrir honum hvernig hún gæti bara búið heima hjá mér og ég myndi bara gista á sófanum og svo gæti hún bara chillað með mér og vina mína á kaffihúsum bæjarins og ég myndi kenna henni backgammon og kynna hana fyrir frábæru Reykjavíkinni okkar - þá benti pabbi mér á að hún væri sko alveg stórt númer útí heim og túraði um bæði öll BNA og Evrópu líka. Þar datt þessi fallegi draumur upp fyrir - allavega í bili :)
Jæja, býð góðar stundir að sinni og "tarfur sem telur sig mann, en maður sem telur sig drottinn" - snilld frá Hjálma

1 Comments:

Blogger Sif said...

Ég kem í kaffi og hlusta á Hjálmar á næstunni!

Við getum þá deilt samviskubiti yfir því að sinna náminu ekki nógu vel ;)

nóvember 29, 2004 3:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home