miðvikudagur, maí 25, 2005

Borgarfjörður eystri

Jæja, komin í sveitina....vildi að ég væri að elta geitina, múhahaha.
Langar bara til að kvarta en þetta er nú bara þriðji dagurinn þannig að það er ekki komin reynslutími á þetta enn. Þegar ég er hér ein þá er fínt, kallinn er svo skrítin að ég næ engu kontakti við hann, hann er samt fínn og leyfði mér að smakka fílsegg í gær. Svo er hann með gervihnattardisk og sjónvarpssjúklingurinn sem ég er gæti nú alveg eytt sumrinu fyrir framan imbann.

Lestur bókarinnar "Memoirs of a Geisha" er alveg að hjálpa mér mikið - hún er um litla stúlku sem er seld í þrældóm og gæti orðið geisha þegar hún eldist og blablabla. Allavega þá er hennar líf alvörunni erfitt og hún hefur ekkert val, ég valdi mitt hlutskipti og verð því að tékka á því allavega...

Skúli (kallinn sem ég er að vinna hjá á Borgarfirði Eystri) er Liverpool fan þannig að við eigum allavega það sameiginlegt. Núna er leikur að fara að byrja og hann er rosa spenntur - löngu búin að segja mér frá honum og að hann sé búin að bjóða fólki að koma og horfa. Bjarni bróðir hans var að koma og er soldið skrítnari en Skúli. Sjáum hvort stemmning sé að horfa á boltann og fá sér bjór með þeim bræðrum.

Býð góðar stundir að sinni :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alveg sé ég þig í anda, ekki alveg sátt, en ákveðin í að tékka á þessu. Gott plan.

Sendi hlýja strauma og vona að það hafi verið gaman að horfa á leikinn.

maí 26, 2005 10:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Múff. sveitakarlar eru skrítnir, ég á hins vegar systir á Neskaupstað sem myndi örugglega bjóða þér í mat ef þig langar í smá félagsskap.. hún á líka 3 litla sæta stráka sem er æði.
annars goood luck.
kv.
Bryndís

maí 26, 2005 9:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heheheheh... sveitalífið að fara með þig sæta????

Familían mín er líka þarna á Eskifirði ef þig myndi langa að fara í ferðalag.

Hún myndi taka þér opnum örmum og elda eitthvað gott handa þér. Hún er snilldar kokkur.

Spennt að fylgjast með framhaldinu... gangi þér vel:)

Knús, Perla

maí 28, 2005 2:09 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þ.e.a.s. hún mamma mín:)

maí 28, 2005 2:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home