föstudagur, maí 27, 2005

Næstum daglegar fréttir, vúhú!

Jæja, nú er sá tími komin að ég fari að blogga mjög reglulega....dadadada.

Fyrsti dagurinn þar sem sólin lét sjá sig og helvíts norðaustan áttin hélt sig í skefjum, og það var bara mjög fínt. Var að vinna útí garð í allan dag að hreinsa beð. Hverjum hefði dottið í hug að síðar á ævi minni myndi ég geta nýtt mér stuepige reynslu mína og unglingavinnu reynslu mína - ja, ekki mér. En hér er ég, mörgum árum síðar, að þrífa herbergi og reita arfa - spennandi.

Talaði við yngri bróður minn í gær:
ég: Saknaru mín ekki rosalega?
hann: Ha, afhverju?
ég: Nú, ég er farin og verð ekki heima í allt sumar!!!
hann: ó, ég gleymdi að þú værir farin.
Honum er greinilega sama...

Jams og já, vonast til að fara til Egilsstaðar á morgun, kíkja í sund og svona - sjáum til hvernig það fer.

Jæja, kallinn að bjóða mér í bíltúr - sjáumst síðar :)

2 Comments:

Blogger Herborg said...

hello...ertu þá farin?? ekki vissi ég að þú ætlaðir út á land?? rámar samt eitthvað í að hafa heyrt Gauta vera að tala um að kveðja þig eitthvað...kærlig hilsen :)

maí 29, 2005 4:25 e.h.  
Blogger Herborg said...

HÆ,eimitt..ætla að tala við Kristján ;) thanx ;) hafðu það gott í sveitinni ....

maí 30, 2005 7:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home