mánudagur, maí 30, 2005

Bladíbla

Höm...hef ekkert að segja...það bara gerist ekki mjög mikið hér.
Fórum á Egilstað á laugardaginn - það var gaman. Te&kaffi er þar og ég gat fengið mér góðan latte með karmellu útí og massa góða beyglu, og sat svo ein og kjamsaði á þessu á meðan ég las blöðin. Já, við fáum bara stundum blöðin hingað til Borgarfjörð, í dag t.d. komu blöðin síðan á laugardag, sunnudag og í dag reyndar líka. Maður lifandi hvað þetta er óspennandi blogg, best að hætta.

Jú, kallinn fór á sjó í gær og verður fram að helgi - júhú, verð bara ein og get þá haft allt eftir minni hentusemi. "Verðuru nokkuð einmanna þegar ég fer?" spurði kallinn, hehe. Gengur aldeilis á lagið maðurinn, ætlaði að láta mig þrífa brugg tunnuna sína - ég hélt nú ekki og sagði honum það. Já, hann bruggar sko rauðvín og landa eða eitthvað þannig. Fyrsta daginn þá rétti hann mér Tinda vodka flösku og lét mig þefa úr henni - "Hvað helduru að þetta sé?" spurði hann glottandi. "Vodki?" svaraði ég (gæti mér verið meiri sama!!). "Nei, þetta er heimabruggið mitt" sagði hann svo rosa sáttur. "Drekkuru mikið?" What!!! Er nú ekki alveg að sjá fyrir mér fyllerí með þessum skarfi - höfum um nákvæmlega ekkert að tala og mig langar ekkert að vita um hann eða deila með honum upplýsingar um mig - nema bankanúmerið mitt, hehe. Finnst alltaf soldið undarlegt þegar fullorðnir menn spyrja mann svona spurningar - soldið barnalegt, sem hann er nú.

Jæja, nenni ekki meir í bili. Kíkið endilega á línkanna sem ég setti inn um Borgarfjörð Eystra - mjög áhugavert ;)

Tata :)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað ertu eiginlega búin að koma þér út í manneskja?!

maí 31, 2005 11:44 f.h.  
Blogger Herborg said...

Hæ...eimitt...kettlingar hjá Kristjáni alveg málið:) Jesus Bobby....ertu komin á sjéns bwhahahaha

maí 31, 2005 7:52 e.h.  
Blogger Sóley said...

einmitt! ég er borgarbarn í húð og hár og ef eitthvað þá mun dvölin hér staðfesta það :) Kíkja á barinn og fá sér white russian er meira minn stíll, ja, eða bara bjór ;)

maí 31, 2005 9:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home