þriðjudagur, maí 31, 2005

Það sem borgarbarn getur gert í sveitina...

Hellú.
Hér í sveitina er fínt að vera, ég nota tækifærið að prófa að þvo ekki á mér hárið með sjampó - hef alltaf ætlað að prófa það almennilega en guggna alltaf þegar hárið er orðið vel olíað. En hér í sveitina þá gæti mér bara ekki verið meira sama hvernig hárið á mér er - frábært.

Ég er með mjög undarlegar hugmyndir um sveitina - líður alltaf eins og túrista þegar ég kem útá land. Fannst ekki taka því að taka strigaskó með og tók því bara túttur og gönguskó og svo inniskó. Uppgötvaði strax að það voru mikil mistök og bað mömmu um að senda mér ljótustu strigaskóna mína - er ekki alveg að tíma að nota venjulegu strigaskóna mína. Kei, þetta er nú samt soldið undarlegur hugsunarháttur þar sem það eru sko götur hér og ég bý ekki á bóndabæ, þetta er bara eins og lítið hverfi - en virðist halda að strigaskórnir mínir munu skemmast af því að vera í sveitina...jams, þetta breytist vonandi þegar á líður.
Hver veit nema að ég eigi bara eftir að fíla mig í sumar - stefnan er soldið komin í þá áttina :)

Var að klára að breyta í herbergið sem ég fékk úthlutað fyrir sumarið. Mér leist strax illa á uppröðun húsgagnana og nefndi það við kallinn að breyta, hann tók ekkert alltof vel í það, muldraði eitthvað um að það væri ekki hægt eða eitthvað þannig. Jæja, nú er hann bara útá sjó þannig að ég notaði tækifærið og byrjaði að hreyfa mublurnar til. Komst þá fljótt að hvað hann átti við með því að það væri ekki hægt. Rúmið er risastórt - svo gamaldags með áföstum náttborðum sitthvoru megin við. Svo er svona IKEA fataskápur og svo gamaldags skrifborð. Ég áttaði mig fljótlega á að skápurinn hefði verið settur inn og svo risarúmið og hann kæmist ekki framhjá því nema að taka rúmið út. En þar sem ég er ein að standa í þessu þá var það ekki möguleiki. Pústaði aðeins og byrjaði svo bara að ýta á allt til skiptis og viti menn, rúmlega klukkustund síðar var komin splúnkuný uppröðun á mublunum. Höm, stóllinn sem var við skrifborðið kemst þó ekki fyrir þannig að ég vona að kallinum sé sama að hann sitji á rúmstokkinn þegar hann er í tölvuna - mér er allavega sama ;)

Var að fá senda fullt af tónlist - reyndar bara mína tónlist að heimann - en mig vantaði eitthvað nýtt inná iPodinn minn. Var ég búin að segja að iPodinn er að bjarga lífi mínu?! Byrja oftast daginn á að hlusta á Bob Marley "Catch a Fire" og svo er misjafnt hvað tekur við eftir það. Er svo mikið þakklát brósa mínum fyrir að hafa kynnt mig fyrir þennan frábæra disk, hann er rosalega mikið hjálpa mér að komast í góðan fíling svona í upphaf dagsins. Antony and the Johnsons er líka í miklu uppáhaldi þessa dagana - svona weirdó gaur sem syngur um að verða kona einn daginn. Hann er einmitt að halda tónleika í Reykjavík 11.júlí og svo heppilega vill til að ég er einmitt í bænum þá, veiiiii :)

Er mikið í garðvinnu núna og þá kemur aldeilis að góðum notum að vera með tónlist í eyrunum. Það er náttúrulega allt morandi í býflugum, eða hunangsflugum (veit ekki alvegt hvort eru loðnu flugurnar og hvort eru stingu flugurnar) og þegar þær fljúga nálægt eyrunum á mér þá herpast hálsvöðvarnir alveg ósjálfrátt og það getur verið mjög svo óþægilegt. En þegar ég er með tónlistina þá heyri ég ekki boffs og er bara slök að rífa upp rætur.

Jæja.....röfli, röfl,
þar til næst - góðar stundir :)

3 Comments:

Blogger Herborg said...

Hæ...ég er orðinn áskrifandi... ;) Líst ekkert of vel á hugmyndina með hárið...hef pælt mikið í þessu en aldrei lagt í það...láttu vita hvernig gengur ;)

júní 01, 2005 7:14 e.h.  
Blogger Sóley said...

hárið er að fíla þetta - það lítur betur og betur út :)

júní 01, 2005 10:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég byrja líka flesta morgna í vinnunni (kl.7) á "Catch a Fire"... Þessi diskur er alveg málið þegar maður þarf að keyra sig í einhverja jákvæðni:)

júní 02, 2005 10:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home