Góð helgin sem var að líða. Kynntist fullt af nýju fólki og hafði gaman af.
Föstudagskvöldið lenti ég á spjalli við tónlistar- og kvikmyndanörd. Svo ótrúlega skemmtilegt að detta inná þannig fólk. Svo tók ómenningin við!
Laugardagskvöldið þrammaði ég þvers og kruss um borgina, bíllinn minn dó fyrir nokkrum dögum síðan og þegar ég ferðast ekki um í leigubíl þá er það á tveim jafnfljótum. Bauðst til að ná í útlending heim til hans þannig að hann þyrfti ekki að eyða dágóðum tíma í að villast um dimmar götur Reykjavíkur. Bauð honum í bjór og spjall. Enduðum á að nördast í tónlistarkynningum. Svo tók ómenningin við!
Kíkti svo í bíó í gærkvöldi á myndina The Departed. Bjóst ekki við að hún yrði eitthvað stórkostleg en hlakkaði mikið til að sjá Leonardo Dicaprio. Myndin er mjög góð og mæli ég hiklaust með henni. Dicaprio stóð sig fáranlega vel, kiknaði í hnjánum og aðeins meir.
Ný vinnuvika tekin við og vonandi fer að rætast úr þessum bílamálum mínum. Farið að vera svolítið dýrt að ferðast um í leigara.
Föstudagskvöldið lenti ég á spjalli við tónlistar- og kvikmyndanörd. Svo ótrúlega skemmtilegt að detta inná þannig fólk. Svo tók ómenningin við!
Laugardagskvöldið þrammaði ég þvers og kruss um borgina, bíllinn minn dó fyrir nokkrum dögum síðan og þegar ég ferðast ekki um í leigubíl þá er það á tveim jafnfljótum. Bauðst til að ná í útlending heim til hans þannig að hann þyrfti ekki að eyða dágóðum tíma í að villast um dimmar götur Reykjavíkur. Bauð honum í bjór og spjall. Enduðum á að nördast í tónlistarkynningum. Svo tók ómenningin við!
Kíkti svo í bíó í gærkvöldi á myndina The Departed. Bjóst ekki við að hún yrði eitthvað stórkostleg en hlakkaði mikið til að sjá Leonardo Dicaprio. Myndin er mjög góð og mæli ég hiklaust með henni. Dicaprio stóð sig fáranlega vel, kiknaði í hnjánum og aðeins meir.
Ný vinnuvika tekin við og vonandi fer að rætast úr þessum bílamálum mínum. Farið að vera svolítið dýrt að ferðast um í leigara.
2 Comments:
Departed, ertu að djóka!
Aldrei þessu vant hef ég líka séð þessa mynd og fannst hún hræðilega léleg! Þessu handriti hefði mátt sturta beint ofan í klósettið..., eða amk. leggja örlítið meiri vinnu í...
Nkr. punktar um departed:
1)myndin var fáranlega löööng miðað við hvað sagan hafur upp á að bjóða! Ekki nóg með það að handritið er ílle skrifað heldur er umfjöllunarefnið einstaklega óáhugavert og klisjukennt!Ítalskir mafíosar i NY er kannski orðið pínulítið útjaskað umfjöllunarefni, og krefst a.m.k. örlítið meiri dýptar en fram kemur í departed..
2)aðalleikaranir keppast við að vera ósannfærandi, ósympatiskur og bara hreinlega hundleiðinlegir...
3)hlutur kvenna í myndinni er sama sem enginn. En þannig er það kannski í mafíósa heiminum í NY...
4)allir drepast á endanum, sennielga það eina sem er örlítð "orginal"
...best að fara í mat...
Vaka:)
Hefur þú ekkert að gera í vinnunni?
Fyrir það fyrsta:
- þá er þetta formúlu mafíósamynd og ekki við öðru að búast en að hún fylgi formúlunni og hún gerir það ágætlega.
- einn aðalleikarinn er svoooo sætur að hann bætir upp alla hina, grunar að það hafi verið vænst af honum og hinir ráðnir með það í huga.
- góður punktur með konuleysið - fyrir utan eina sem tveir deildu.
- skildi ekki af hverju allir drápust. Hefði viljað að konan og Leonardo enduðu í happy ever after.
Ég gekk sátt út úr bíóinu myndin stóðst mínar væntingar þó hún hafi ekki verið nein Donnie Brasco. Segi það aftur: mæli með henni.
Skrifa ummæli
<< Home