föstudagur, febrúar 24, 2006

Það hefur ekki mikið drifið á daga mína undanfarið, eða þá að ég hafi bara verið löt að blogga - annaðhvort er það.

Byrjaði að vinna á Hlíðabæ 1.feb. og fíla það mjög vel. Hlíðabær er dagvistunardeild fyrir minnissjúka sem búa ennþá heima hjá sér. Fólk kemur og er yfir daginn, bara eins og fólk fer í vinnu, og við höfum ofan af fyrir þeim. Það gerist margt mjög fyndið og myndi ég með glöðu geði deila því með ykkur en ég er víst bundin þagnareyð, best að virða það.

Þetta er í fyrsta skipti sem ég er í svona aðhlynningar-/ummönnunarstarfi. Mér hefur aldrei dottið í hug að próf það áður einfaldlega vegna þess að það eru skammarlega lág laun í þessum geira. En þar sem ég er nú að stefna að því að vinna með fólki einn daginn þá fannst mér vera komin tími á að prófa þetta. Þetta er mjög svo þakklát starf. Er bara að skemmta þeim allann daginn - fara í sund, lesa framhaldssöguna, fara í göngutúr, lesa uppúr blöðunum (bara góðu fréttirnar), spila og svo auðvitað drekka endalaust af kaffi. Það er sko kaffi eftir morgunmatinn, kaffi eftir hádeigismatinn, svo er auðvitað kaffi og svo er stundum drukkið kaffi þess á milli og þá eitthvað með því.

Vinnutíminn er æði - mæti kl.8 og er búin kl.16 ..... sweet.
Vakna á hverjum morgni kl.6:50, fyrsta sem ég hugsa er alltaf "ég ætla svo mikið að sofa út á laugardaginn". Skilst að fullt af fólki gerir þetta og hefur gert það í mun lengri tíma en ég, þannig að það er kannski ekki svo merkilegt. Mér finnst það nú samt!

Þannig að lífið er sætt og veðrið líka :)