þriðjudagur, júní 28, 2005

Æjæj...

Mér fannst Tom Cruise aldrei neitt rosa cool, en hef samt alltaf borið virðingu fyrir honum. Fannst hann vera svona góður gaur sem gerði réttu hlutina. En svo gerir hann eitthvað svona.

laugardagur, júní 25, 2005

Svo cool síða

Hélt að ég væri slöpp í því að gera greina mun á plat og raunverulegu brosi. Hafði rétt fyrir mér - gat 8 af 20 rétt í tilraun með að geta á hvort um væri að ræða plat eða alvöru bros. Tékkið á linknum að ofan :)

Harðsperrur

Ömmmm, fæ alltaf harðsperrur í rasskinnunum eftir ákveðna æfingu...

Nýjar forsendur

Er að nálgast kallinn útfrá nýjar forsendur. Þá á ég auðvitað við útfrá nýjar upplýsingar sem voru að berast í hús rétt í þessu. Fer ekkert frekar útí það, hann er allavega mjög sérstakur maður.

Horfðum saman á "Heimur farfuglana" sem sýnd var um daginn á RÚV. Hann er mikill fulgaáhuga maður þannig að ég sá að það væri gott move að taka upp þessa mynd og að við gætum hugsanlega bondað yfir henni. Hann var sáttur og ég líka, þetta er auðvitað frábær mynd. Held samt að hann sé með athyglisbrest á háu stigi, var alltaf að standa upp eða fikta í lyklunum sínum og dót. Allavega, eftir myndina tók hann mig í bíltúr og sýndi mér einhverja önd sem er hér ein - steggur þ.e.a.s. Held hann heiti blikönd eða eitthvað þannig. Og sýndi mér líka fleiri endur, eða allavega fugla. Ég er ekki alveg að fatta þetta en reyni.

Gangan var frábær, með fólki sem þekkir svæðið út og inn. Reyndar var þetta alveg pínu erfitt á köflum (bara einum reyndar) en ég var svo heppin að ein 11 ára gömul stúlka var með í för og var hún því aftast með einni heimakonu - múhahahah.
Svo var bara kíkt í Fjarðarborg (félagsheimilið) og þar var fólk að drekka bjór og vera fullt því það var barkvöld. Ég fór að fordæmi heimamanna og drakk líka bjór, það var gaman.

Á legsteini mínum á að standa: Hér hvílir vel látin kona

Góðar stundir að sinni :)

föstudagur, júní 24, 2005

Hégóminn

Merkilegt hvað það er mikið að gerast hér fyrir austan. Mánudaginn seinasta hitti ég nokkra stráka sem ég kannast við úr borginni í sundlaugina á Egilstöðum. Alltaf fyndið að hitta fólk sem maður kannast bara við í sundi, maður er eitthvað svo kjánalegur svona klæðalaus. Allavega, þá eru þeir í vinnubúðir hér fyrir austan að semja tónlist og spiluðu svo afraksturinn í gær á Seyðisfjörð. Það voru bara reykjvískar listaspírur þar. Held að það hafi ekki verið neinn heimamaður, en þó voru nokkrir túristar. Mjög gaman, bara eins og að vera í víkinni. Endaði á djamminu með strákunum þegar þeir voru búnir að flytja mjög svo framúrstefnulega tóndagskrá. Leyfði mér svo
að dissa tónlist þeirra, bara eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þeir tóku gagnrýninni mjög vel og ég hélt langa ræðu um ástæður þess að þess konar tónlist höfðaði ekki til mín. Fattaði svo í morgun að mér er slétt sama, það eina sem fékk mig til að hafa svona mikla skoðun á þessu máli var að það var verði að taka mig upp á cameru. Bla!

Er að fara í miðnæturgöngu í kvöld, uppí fjall með leiðsögumanni :)

miðvikudagur, júní 22, 2005

aha!

Haha, ég vissi það. Þegar ég er í Reykjavík þá æfi ég karate, einum þjálfaranum finnst mjög gaman að láta okkur gera viðbjóðslegar teygjuæfingar. Ég hata hann þegar hann lætur okkur gera þær og mig langar alltaf að fara að gráta bara. Hef nefnilega aldrei fílað þessa "no pain, no gain" pælingu. Svo var ég að vafra um vefinn í leit að þjálfunar upplýsingum og fann þetta á thjalfun.is:

“No pain, no gain” er gömul goðsögn, æfingar eiga jú að vera erfiðar og maður á að taka á því en þegar þú ferð að finna fyrir sársauka er það líkaminn að aðvara þig um að eitthvað sé að fara að bresta. Ef þú finnur fyrir sársauka er álagið annað hvort of mikið eða þú ert að gera æfinguna vitlaust. Ef þetta er raunin, alls ekki halda áfram. Annað hvort minnkaðu álagið eða leitaðu álits einkaþjálfara um hvort þú sért að gera æfinguna vitlaust.

Þetta hélt ég nefnilega ;)

hlakki hlakki hlakki

Jei! Var að kaupa miðann til Reykjavíkur og nú er aðeins vika þar til ég fer í frí. Mikið hlakkar mig til að fá mér einn kaldann í góðum félagsskap :)

mánudagur, júní 20, 2005

Tékkitout



create your own visited country map
or check our Venice travel guide

Höm, þarf að ferðast meir....

Geymsla kjöts

Er eðlilegt að geyma afgangs kjöt (s.s. eldað) bara á disk inní skáp með öllu hinu leirtauinu?

Ég nefnilega hélt að maður ætti að setja eitthvað yfir það og svo inní ísskáp....kallinn er ekki sammála.

Allavega, sagði að mér væri svo sem sama ekki væri ég að fara að borða þetta kjöt. Þá fer hann að röfla um að ég hafi nú sagt að ég borðaði allt nema þorramat. Jájá segi ég en ég hef nú ekki vanist þessari meðferð á mat og finnst þetta bjóða syklunum heim og ég vill nú ekki deila mínum mat með þeim. En það skiptir ekki máli, hann má nú alveg hafa sinn háttinn á, ef það virkar fyrir hann þá er það fínt.

Þá fer hann að röfla um að það sé nú hreinlegra að setja í uppþvottavél en að vaska upp í höndunum! Ha? Er hreinlegra að setja í uppþvottavél og láta óhreina diska og annað vera þar í viku áður en vélin er sett í gang? Maður verður að vera með uppþvottavél til að fá veitingaleyfi. Frábært, like I care. Ja...þá geturu allavega gengið frá eftir þér. Leirtauið sem liggur við vaskinn og þornar? Já. Alveg sjálfsagt.

Úff! Hann er erfiður og í samspili við mig verður þetta ennþá erfiðara ;)

Hlakka mikið til og tel niður dagana þar til ég kem í bæinn og svo til Köben - jíha!!
Ekki það, ég er farin að kunna mjög vel við mig hérna. Allir eru voðalega vinalegir og ég er farin að kunna að meta fjöllin og reyni að fara einu sinni á dag í smá göngu. Þannig að ég kem hingað aftur þegar að ég kem heim frá Köben, var nefnilega ekki alveg viss til að byrja með u see.

Þar til síðar, adíos :)

miðvikudagur, júní 15, 2005

úúú

Hversu cool eru textar þar sem öll orðin ríma, ha? Þetta virðist allavega vera trend meðal íslenskra hljómasveita: "förum útúr bænum, já alveg í einum grænum" - þetta er náttúrulega bara helber snilld. Squierck!!!

mánudagur, júní 13, 2005





You Are 50% Normal

(Somewhat Normal)








While some of your behavior is quite normal...
Other things you do are downright strange
You've got a little of your freak going on
But you mostly keep your weirdness to yourself


Þetta helst...

Keypti mér skó fyrir þar seinustu helgi, þeir voru ódýrari en hinir. Fór svo eftir helgina og keypti hina. Fór svo núna um helgina og fékk að skipta þeim í minna númer. Núna er ég að spá hvern ég þekki sem ég geti selt of litlu skóna mína. Já, ég er klikkuð!!!

Lína og Bjössi heimsóttu mig um helgina og það var massa gaman :)

Finnst ótrúlega fínt þegar kallinn (sem ég vinn hjá og bý hjá líka) er á sjó, eða hvar sem hann er bara þegar hann er ekki heima. Ekki það að hann sé eitthvað slæmur, mér finnst bara svo frábært að vera minn eigin herra. Þá geri ég það sem þarf að gera og aðeins meira til og verðlauna mig svo.
Þetta er nú samt soldið undarleg hegðun hjá mér, ef einhver skipar mér fyrir þá verð ég pirruð og nenni ekki að gera dótið, ef hins vegar mér finnst ég vera að ákveða hvað á að gera þá geri ég það aðeins of vel, t.d. ef það á að skrapa málinguna af hurðina þá vill ég bæta við glugganum líka - ef hins vegar mér er sagt að bæta líka við glugganum þá finnst mér það skítt. Nokkuð ljóst að ég verð að vera minn eigin atvinnuveitandi til þess að ég verði ánægð í starfi. Fínt að vera með bara svona verkefni sem þarf að klára og svo gerir maður það bara.

Var rosa dugleg alla vikuna og verðlaunaði mér með því að kíkja á Egilstaði í sund og svo að heimsækja frændfólk mitt sem var í útileigu í Hallormsstaðaskógi. Svo rúllaði ég aftur í Borgarfjörðin þar sem Lína og Bjössi voru komin.

Shit! Kom svo massív þoka þegar ég var að keyra heim, þannig að ég sá bara næstu vegstiku sem var á undan mér. Mér finnst nú þegar óþægilegt að keyra þessa leið, ómalbikaður fjallavegur, þannig að ég var með í magann alla leiðina. Ósjálfrátt hallaði ég mér fram þannig að ég var með andlitið alveg uppvið rúðuna. Minnti mig á afa minn sem keyrði alltaf með innsogið á og fór aldrei hærra en í þriðja gír - hehe.

Allavega, þá borðuðum við góðan grillmat sem þau komu með og drukkum svo ótæpilega. Svo fannst þeim góð hugmynd að kíkja á ball í félagsheimilið, ég var ekki alveg sannfærð þar sem ég á eftir að vera hér restin af sumrinu og borgarhrokinn alveg til staðar. Reyndist þó verið prýðis hugmynd.
Komum inn í félagsheimilið og þá voru u.þ.b. átta manns þar og svo Tríó Eyþórs (þeir voru nú samt fjórir...). Kom í ljós að þetta var brúðkaupsveisla og maður sem er héðan var að giftast konu úr bænum og öllum hefði verið boðið. Auglýst hafði verið á rafmagnsstaur. Vandræðalega fáir og þá upplifði ég þessa félagslega ábyrgð. Við þurftum að losa okkur við borgarhrokann og taka bara þátt. Þannig að við byrjuðum bara að dansa og það var fínt. Enduðum svo kvöldið þar á línudans - sem mér fannst við standa okkur mjög vel í.

Tókum svo bara túristadag á sunnudaginn sem var frábært.

Tíminn er svo fljótur að líða, áður en maður veit af er hann útrunninn. Það eru þrjár vikur síðan ég kom hingað og mér finnst ég ennþá bara nýkomin. Svo eru bara tvær vikur þar til ég fer í frí til Köben, já tíminn flýgur. Vonandi heldur hann áfram að fljúga svona - er farin að hlakka mikið til að hitta Sölva og Perlu og drekka bjór og chilla og vera í fríi. Valdi frekar góða tímasetningu til að kíkja út, því akkúrat þegar ég er úti þá er jazzfestival í Köben og allt morandi í tónlist allstaðar.
Ætlaði upphaflega ekki að fara á Hróa en fyrst maður er þarna á þessum tíma þá er alveg eins gott að fara ;) Og mér til mikillar gleði þá eru Brett Anderson og Bernard Butler að spila. Hafði ekki hugmynd um að þeir væru búnir að stofna band saman, The Tears. Hlakka mikið til að heyra í þeim. Skil þetta samt ekki alveg því ég hélt alltaf að Bernard Butler hafði hætt í Suede því honum og Brett Anderson hefði komið svo illa saman. Ég vona að þetta sé ekki bara gert fyrir peningana. Eins og þegar SexPistols komu aftur saman og það floppaði feitt. Voru bara grýttir af stóra sviðinu á Hróa, mjög vandræðalegt.
Bandalistinn á Hróa er ekkert sérstaklega merkilegur þetta árið, það eru ekki nema 5-6 bönd sem ég ætla pottþétt að sjá og er Tears það eina sem ég er virkilega spennt fyrir. Ja....auðvitað mjög spennt fyrir Sonic Youth.

Kallinn kemur heim á morgun og það er kalt úti. Held ég geri ekkert í dag nema bara hangsa í tölvuna og hafa það náðugt :)

Nýji Snoop diskurinn er frekar slappur.....verður samt gaman að sjá hann á tónleika.

föstudagur, júní 10, 2005

Lummó....

Haft eftir Victoriu Beckham um það að Liz Hurley hafi beðið hana um að vera brúðarmey við giftingu sína: "Ég sagði henni að ég væri viss um að hún setti mig í eitthvað rosalega lummó og flatbotna skó".

Bíddu, er bara mest hallærislegt að vera í flatbotna skóm!

fimmtudagur, júní 09, 2005

Ógnvaldurinn mikli

Úff, þetta er ekki mjög cool. Kría réðst að mér í dag og ég varð bara massa hrædd. Er sko mesta skræfa í heiminum, er hrædd við öll dýr sem eru ekki lítil og sæt. Þannig að ég er búin að vera að afla mér upplýsinga um hegðun kríunar, eins og ef ég lem eina kríu munu þá allar hinar hörfa eða bara hefna hinnar? Úff og úff, í öllum uppfletti bókum er bara talað um varpstaði og að krían er sá fulg sem flýgur mest. Hvergi kemur fram hvort að vont sé að fá gogg í hausinn eða hvort allar ráðast á mann ef maður slær í eina eða hvort þær séu bara að ógna manni eða hvað. Já, það er nokkuð ljóst að ég er skíthrædd við kríuna. Þetta er náttúrulega bara sorglegt, einn lítill fugl er að koma í veg fyrir að ég fari á ákveðið svæði.

Ef einhver býr að einhverjum gagnlegum upplýsingum um hegðun kríunar endilega látið mig vita - svona "know your enemie" pælingin.

Reyndar eru þær bara á svæði sem ég á ekki leið um nema að ég sé að fara á fuglahólmann og ég get alveg keyrt þangað ef ég þarf að fara þangað, þannig að ég kemst svo sem um.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Íþróttakonan

Fór í göngu sem átti þó að vera skokk. Hef samt ekki alveg úthald í að hlaupa neitt rosalega langt. En ofsalega er gott að hreyfa sig. Á meðan ég var að hlaupa (labba) þá var ég að semja bloggið þar sem ég monta af því að hafa afrekað 9km hlaup (labb), en í miðri samningu hringdu túristar og spurðu um gistingu þannig að ég þurfti því miður að snúa aftur heim og komst bara hálfa leið.

Er farin að líka rosalega vel við mig, allir massa nice og segja alltaf "Þú mátt alveg kíkja í kaffi einhvertímann", jájá, endilega segi ég. Svo þegar ég er búin að vinna þá kem ég heim og netast aðeins, sjónvarpssukka, borða og les og svo fer ég að sofa. Ekkert rosalega spennt að kíkja í kaffi til fullorðnar konur (það er eina fólkið sem vorkennir mér nógu mikið til að gefa sér á tal við mig). Ætti samt kannski að gera það bara uppá goodwill pælinguna og kynnist þeim þá kannski eitthvað.

Vei og vei! Vinkona mín og bróðir hennar ætla að kíkja í heimsókn næstu helgi - sem er bara ekki á morgun heldur hinn!!! Tíminn er alltaf fljótur að líða virðist vera.

Sé alveg fyrir mér að allt í einu sé komin 20.ágúst og sumarið að verða búið og ég gerði ekkert af því sem ég ætlaði mér - better get cracking ;)

Kveð að sinni, sátt við mitt :)

mánudagur, júní 06, 2005

Sveitardjamm - jíha!!!

Var að koma úr ótrúlega fínu helgarfrí frá Eskifirði. Pabbi vinkonu minnar býr þar og tók á móti okkur með steikur, sauna og fullt af áfengi - ja, og allri ástinni sem hann hafði að gefa. Rúllaði í bæinn á föstudaginn og bjóst við að pabbi hennar væri svona lítill kringlóttur kall og byggi í svona venjulegu stein húsi og það yrði kannski soldið þraungt um okkur því fjölskylda konunnar hans var líka að koma. Boy was I wrong!!! Hann er stór og mikill maður og býr í risa húsi og þegar ég kom þá var hann á fullu að elda steikur handa öllum þeim 11 manns sem saman voru komin. Það var svo vel tekið á móti mér, og öllum gestunum, að mér leið bara eins og ein af fjölskyldunni. Borðuðum allavega ótrúlega góðan mat - ekki djók sko, við fjölskyldan vorum dugleg að fara út að borða þegar við vorum í Köben um daginn og ég pantaði mér oft steik og fannst bara allt í lagi - en steikin sem ég fékk hjá pabba vinkonu minnar var sú besta sem ég hef fengið í lengri tíma, klæjar bara í munninum við tilhugsunina.

Svo fórum við krakkarnir til vinar þeirra, sem er by the way, vinur bróðir míns líka - þetta land er svo yndislega lítið. Partýið var mjög undarlegt, eða þannig, margir sátu í kringum græjurnar og hlustuðu á Panthera og Megadeath. Svo kom það besta, skemmtistaðurinn í bænum heitir Toppurinn, hahahaha, ég hélt ég myndi deyja úr kátínu. "Er stefnan tekin á Toppinn?", "Hey, hittumst á Toppinn". Fannst þetta stórkostlegt. Undarlegt nokk þá var engin sem var að sjá djókinn, allavega var ekki hlegið mikið með mér, frekar bara "Já, við förum svo þanngað".

Laugardagurinn var jafn æðislegur, send í sauna og náð í okkur þegar maturinn var til. Enn og aftur var boðið uppá frábæran mat. Maðurinn er þvílíkur höfðingi og virðist hafa unnun af því að stjana við ástvini sína. Og ég rosa heppin að þekkja dóttir hans.

Svo var haldið á ballið, sem var aðaldótið þar sem Sjómannadagurinn var á sunnudeginum og allir í landi. Það var stútt fullt af fullu fólki og Sálin að spila. Þegar þeir byrjuðu á laginu "Hvar er draumurinn" þá rifjuðust upp æskuminningar um þegar ég dýrkaði þetta lag og Sálina. Mér fannst sko Stebbi vera málið þegar ég var, að mig minnir, ellefu ára gömul stúlka í Svíþjóð að kynnast íslenskri tónlist.
Þannig að ég stóð bara dáleidd og glápti á Stebba allt ballið, eða öllu heldur fyrir hlé. Svo fór ég heim. Sko Stebbi er með massa takta á sviðinu, kastar mikirofónin reglulega á milli handanna og snýr sér í hringi - hann hefur þetta ennþá ;)

Eitt sem ég tók eftir á þessu frábæra balli er að allir, já bókstalega allir, voru öskrandi drukknir. Það fyrsta sem gerðist þegar ég kom inn var að einhver missti heilann bjór utan í mig og þetta markaði restina af kvöldinu. Allir sullandi á alla og öllum svo sama, eða kannski að maður tók bara ekki eftir þessu.

Svo rúsínan í pylsuendanum, kallinn bara farinn á sjóinn og verður vonandi sem lengst - veiiiiiii :)

Jæja, góðar stundir að sinni.

fimmtudagur, júní 02, 2005

Hvers virði er maður?

Var einmitt að hugsa um fólk sem kemur úr BA námi og ræður sig í góða vinnu og fær fín laun. Nú er ég rosalega duglegur starfskraftur en mér dettur ekkert betur í hug til að vinna við nema bara í þjónustustörfum - þar er ég rosa góð. Datt í hug að næsta sumar gæti ég hugsað mér að vinna á leikskóla. Á leikskóla fær maður 120þúsund krónur í laun fyrir 8 tíma vinnudag....eða á geðdeild, þar er eitthvað svipað...finnst þetta ekki mjög há laun. Jam, ég lít í kringum mig og vinir mínir eru að ráða sig í vinnur þar sem þau eru að stjórna eða skapa eða allavega þá skiptir vinna þeirr miklu máli og launin eru nokkrir hundraðþúsundkallar. Mig virðist vanta þennan drifkraft, eða kannski frekar bara að sjá mig fyrir mig í einhverri ábyrgðarstöðu, í einhverju nýju. Einnig er ég ekki alveg að sjá fyrir mig að ég geti verðlagt sjálfa mig, eða öllu heldur starfið sem ég sinni, uppá nokkra hundrað þúsundkalla - myndi finnast ég alltaf þurfa vera að vinna.

Anyways, er að ræða við kallinn um að ég sé ekki að fara að þrífa eftir hann!!!

miðvikudagur, júní 01, 2005

Örk !!!

Úff, er að gera heiðarlega tilraun til að leita mér að skóla til að fara í framhaldsnám til. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég reyni þetta og mér sýnist þetta ætla að fara eins og það fer alltaf - ég gefst upp! Mér finnst þetta bara alltof flókið. Getur maður ekki bara farið eitthvert og einhver getur sagt manni þetta allt? Mér finnst þetta alltaf vera það sama allstaðar, "við erum góður skóli með góða kennara og okkur langar í þig". Kei, en hvað með inntökuskilyrði og kostnað og annað slíkt?! Úff, úff og úff.

Annars langar mig rosalega mikið að snoða mig. Ofsalega þægilegt að vera ekki með hár. En mér er loksins að takast að safna síðu hári síðan ég snoðaði mig seinast sem var fyrir 10 eða 11 árum síðan. Er alltof mikið að þóknast öðrum í rauninni. Ef ég réði þessu algerlega þá væri ég snoðuð núna. En ég tek eftir því að því betur sem maður lítur út því betra viðmót fær maður frá öðrum. Ég var stuttklippt mjög lengi og fílaði það alveg. Svo núna eftir að hárið síkkaði, og ég fell þá betur inní stelpu-staðalmyndina, þá finn ég sko fyrir því að ég fæ betra viðmót frá fólki. Já, hljómar kannski undarlega að hugsa svona. En ég bý í samfélagi manna og þar eru ákveðnar reglur og ef maður fylgir þeim þá verður þetta allt miklu auðveldara. Ekki það að lífið sé neitt erfitt, allavega ekki fyrir okkur fallega fólkið ;)

Búin að hlakka mikið til að sjá heimildarmynd um fólk sem velur skírlífi sem verður sýnd á stöð eitt núna eftir 10 mín. Höm, eða kannski að maður segi ríkissjónvarpinu?
Jæja, best að kíkja á þessa mynd.

Góðar stundir að sinni :)