mánudagur, janúar 30, 2006

Stundum tekst mér að vera óeigingjörn. Það eru dagarnir þar sem það veitir mér ánægju að gleðja aðra. Dagarnir þar sem ég er ánægð með það sem ég hef. Þetta eru langbestu dagarnir.

Stundum er ég eigingjörn. Það eru dagarnir þar sem ég hugsa fyrst og fremst um sjálfa mig. Þar sem mig langar í meira en ég á. Þetta eru dagarnir sem eru ekki eins góðir og hinir dagarnir.

Það eru óeigingjörnu dagarnir sem gera lífið svo skemmtilegt :)

Hér er svo æðislegt lag sem Mugison og Hjálmar gerðu saman

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Sannfærandi?

miðvikudagur, janúar 18, 2006

þriðjudagur, janúar 17, 2006

HELVÍTIS lín, já þeir fá bara litla stafi - fávitarnir!!!!

Er að klára námið mitt og hef aldrei lent í neinu veseni með lín. Hafðu nú alveg heyrt djöfulli mikið af því hversu ruglaðir þeir væru, en aldrei lent í neinu veseni sjálf. Sé núna af hverju það var, hafði aldrei átt í neinum viðskiptum við þá þar sem reyndi eitthvað á þekkingu starfsmannanna.

Megi lín eitthvað eitthvað rosa slæmt - ARG!

föstudagur, janúar 13, 2006

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Var að fletta í gegnum eitthvað blað og rak augun í eitt týpískt svona "Elskaðu sjálfan þig" dót:

Hugsaðu jákvætt til sjálfs þíns
Ekki gera lítið úr þér. Ef þér líkar ekki við eitthvað í fari þínu breyttu því þá. Ef þú getur ekki breytt því reyndu þá að sætta þig við þig eins og þú ert. Ef þú hugsar neikvætt til sjálfs þíns eru líkarnar litlar að þér takist að breytast til batnaðar.


Hér á auðvitað líka við að ef maður hugsar neikvætt til sjálfs síns og ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér, þá gera aðrir það ekki heldur.

Verðlaunaðu sjálfan þig
Þegar þú gerir eitthvað sem þú ert stoltur af skaltu verðlauna þig fyrir vikið. Ekki bíða eftir að aðrir hrósi þér því ef hrósið berst ekki gætirðu orðið bitur. Klappaður sjálfum þér á bakið, það er frábær tilfinning.


Stundum eins og maður sé feimin við að hrósa sjálfum sér, eins og manni finnist það vera sjálfsagt að gera vel.

Fyrirgefðu sjálfum þér
Hugsaðu um sjálfan þig eins og besta vin þinn og fyrirgefðu þér þegar þú gerir mistök. Reyndu að læra af mistökunum og notaðu reynsluna til að gera betur næst.


Held að maður sé sinn eigin versti gagnrýnandi. Maður gerir stundum fáránlega óraunhæfar kröfur á sjálfan sig.

Njóttu árangursins
Flestir muna auðveldlega eftri vandræðalegum og ömurlegum atvikum úr fortíðinni. Munum jafnvel eftir sigrum okkar. Reyndu að rifja upp það sem þér hefur tekist að atorka í gegnum tíðina og veltu því fyrir þér allavega einu sinni í viku.


Veit ekki alveg með 'einu sinni í viku' dótið, kannski bara til jafns við það hversu oft maður rifjar upp draslið sitt.

Kannski að lífið verði bara eins gott og maður leyfir því.

Nú ætla ég bara að birta þessa færslu án þess að velta henni of mikið fyrir mér, gera mitt besta og vera ánægð með það :)

föstudagur, janúar 06, 2006

Nenni ekki neitt að blogga....

Stundum tek ég svona mótþróakast þar sem ég nenni ekki að gera það sem allir aðrir eru að gera. Núna nenni ég ekki að blogga, nenni sko alls ekki að taka þátt í klukk-leiknum, nenni heldur alls ekki að skrifa um vini mína í commentakerfinu þannig að ekkert verður skrifað um mig í commentakerfum fólks.

Upplifi stundum það sama með stórmyndir, nenni ómögulega að sjá myndir sem allir flykkjast á. Horfi svo á þær miklu síðar á vídeó og finnst þær oftast mjög fínar.

Streitist líka oft á móti tónlist sem allir eru að hlusta á. Var lengi að viðurkenna Travis á sínum tíma og missti fyrir vikið af tónleikum þeirra á hróa - voru víst rosa fínir. Svo reyndust Travis vera drasl - en það er annað mál.

...jæja þá, tókst nú samt að blogga eitthvað :)

Já einmitt það líka: gleðilegt ár og takk fyrir gamalt og gott.