miðvikudagur, desember 15, 2004

þýðingarforrit

Hélt ég væri búin að gera stórkostlega uppgötvun með að stytta mér leið í gegnum "transleitor", en svo var víst ekki:

"Just as speech perception involves the formulation of meaning from an inherently meaningless stimulus"

varð að:

"Í því að mál skynjun flækja í the skipuleg framsetning af merking frá óákveðinn greinir í ensku meðfæddur merkingarlaus hvati"

hmmmm, glatað.

miðvikudagur, desember 08, 2004

Geðveiki

Shit hvað þetta er mikil
geðveiki! Bókhlaðan opnar
kl.8:15 og ef maður er
mættur kl.8:30 þá er ekki
víst að nokkuð sé laust.
Mér finnst þetta vera ganga
heldur langt. Svo er fullt af
fólki sem tekur frá fyrir vini
sína og þá verður maður
pirraður að mæta svona
snemma en fá ekkert borð
því allir eru að taka frá fyrir
alla.... nema fyrir mig - hmmm,
þýðir það að ég eigi enga vini...
Náði allavega borði og er því
sátt :)

Góðar stundir

þriðjudagur, desember 07, 2004

Obsessive/Compulsive Disorder

Jahjarna! Annar afreksdagur liðin. 2 af 3 fannst Hárið skemmtileg
sýning, það meikar alveg sense miðað við aðsóknina.

En útí aðra sálma, var að lesa um áráttu/þráhyggju röskunina (OCD)
í dag. Fólk sem þjáist af þessari röskun finnur til svo rosalegrar
ábyrgðar að það finnst að ef það hugsar eitthvað þá jafngildir það
að gera það. Ef slíkur einstaklingur er að keyra þjóðveginn og
hugsar svo allt í einu með sér "Ætli ég hafi keyrt á einhvern og
hann liggur núna slasaður?" þá eru fyrstu viðbrögð auðvitað
eðlileg viðbrögð - að hann hefði nú fundið fyrir því ef svo væri.
En af því að hann hugsaði þetta, hugsar hann með sér, þá hlýtur
eitthvað að vera til í því. Áður en hann veit af er hann farin að
ímynda sér greyið manneskjuna sem liggur núna slösuð á
þjóðveginum og hann bar ábyrgð á því! Hann finnur mjög
fljótlega fyrir kvíða og getur ekki hætt að hugsa um þetta, þennan
hræðilega atburð - og hann ber ábyrgð á þessu. Hann veit að þetta
er fáránlegt, auðvitað finnuru fyrir því ef að manneskja lendir
framan á bílinn þinn, hugsar hann með sér. En hvað ef... "Ég meina,
af hverju myndi ég hugsa þetta ef það væri bara ímyndun?".
Hann veit hvernig þetta mun enda, hann mun tékka á því, hann
kemst ekki hjá því. Eina lausnin við þessum kvíða - sem er alveg
að fara með hann - hann veit það alveg. Hann gefst upp og snýr við,
hann verður að fara að tékka á þessu, annars mun samviskubitið fara
með hann. Hann bara getur ekki hætt að hugsa um þetta, sama
hvað hann reynir. Hann keyrir leiðina tilbaka og fylgist með á veginum,
ekkert að sjá. Þvílíkur léttir.....en kannski að það hafi verið fyrr.
Hann keyrir aðeins lengur en sér ekkert á veginum, ekkert sem bendir
til þess að hér hafi verið slys fyrir um 20 mínútum. Hann snýr aftur
við og heldur för sinni áfram. Aftur sér hann fyrir slaða einstaklinginn,
liggjandi aleinn á miðjum þjóðveginum, vegna hans. Kvíðinn segir
strax til sín, hann verður að tékka aftur, í þetta sinn betur - bara til
að vera alveg viss.

Úff! Svona er sko líf summra sem þjást af OCD. Jæja, svona gengur þetta
kannski í 30-50 mínútur og að því lokknu getur hann haldið för sinni áfram.

Hummm.... hvað finnst ykkur um að hafa þetta svona fyrir miðju - er það eitthvað óþægilegt?

Vá, hvað það er góð tónlist núna á Skonrokk - ahhhyeah
"hit me u can't hurt me,
suck my kiss,
kiss me pleas don't hurt me,
stick with this,
is she talking dirty...",
Chillipepers snillingar :)

laugardagur, desember 04, 2004

Hárið hvað!

Fjölskyldan fór saman á hárið í kvöld.
Litli bróðirinn, sem er 8ára, var svo
spenntur að öll fjölskyldan fór saman.
Ég hef aldrei verið mikið fyrir
söngleiki þannig að ég bjóst ekki
við miklu og varð því ekki fyrir
vonbrigðum. Djöfulsins drasl!
Kynlíf og klám var aðaluppistaðan.
Hvað er cool við fólk sem er á móti
stríði, reykir hass og betlar klínk?
Mér finnst þetta ekki neinum málstaði
til framdráttar. Ekki skilja það sem
svo að ég sé fylgjandi stríði, síður en
svo, en ímyndin sem verið er að
koma á framfæri í Hárinu er einstaklega
þunn - eða nei, hún er bara neikvæð.
Allir eiga að vera að elska alla, en ekki
skilyrðislaust virðist vera boðskapur
söngleiksins. Allt fullt af "hippum" sem
nota mikið dóp og stunda hópsex og þykjast
vera rosa "líberal". Svo kemur gaur og
vill þjóna landi sínu og skrá sig í herinn og
þá er þeim illa við hann.
Ég sá skemmtilega auglýsingu frá
Narcotics Anonymus: "Ef þú vilt
nota eiturlyf þá er það þitt mál, en
ef þú vilt hætta því þá getum við
hjálpað þér".

föstudagur, desember 03, 2004

Bridget Jones

Var að horfa á Bridget Jones's Diary.
Hún er skemmtileg.
Endaði samt svo vel, er ekki að
sjá um hvað númer 2 ætti að
fjalla um... ætti kannski bara
að sjá hana líka.
Skemmtilegt að sjá hana
hlaupa á hlébarða nærbuxunum,
tók eftir því að hún er ekki
sérstaklega mjó.
Jákvætt, hún vaxin eins
og kona... sem hún er jú.

Er orðin dáltið þreytt á þessari
útlitsdýrkun.
Allir að vera mjóir og sætir,
hvaða fútt er í því.
Hundleiðinlegt að vera
alltaf að tékka hvort að
rassinn manns sé of
stór, hvort maður sé feitur
í þessum buxum.

Eins og klisjan segir þá er
það innri persónan
sem skiptir máli.
Mér finnst allir vinir mínir
sætir.

Bretar hundfúlir útí Lagerfeld.
Þurfti að framleiða stærri útgáfur
af fatalínunni hans fyrir breskar
konur. Hann sagði að hann hannaði
föt fyrir lítið fólk. Breskar konur
móðgaðar. Held ekki að hann
hafi meint það þannig, sagði
bara eins og það var.

Góðar stundir og góða nótt :)

fimmtudagur, desember 02, 2004

ef ég væri orðin lítil fluga

Sit uppá bókhlöðu,
lítil fluga kemur fljúgandi,
finnst soldið undarlegt að
sjá hana hér,
í þessu steríla umhverfi.

Saknaði kisans sem tekur
á móti mér á morgnanna,
hann var ekki mættur í morgun.

Mér leiðist, komið eirðaleysi
í rassinn minn.
"Agi er frelsi" - ég veit,
en ég er nokkuð frjáls fyrir.

miðvikudagur, desember 01, 2004

afreksdagur nr.2

góðan og blessaðan daginn :)
nú ætla ég að prófa nýtt,
að skrifa bara svona stuttar
setningar. hef þá ekkert
að segja...