föstudagur, nóvember 25, 2005

ladídadí we likes to party - góða helgi, wúwú :D

föstudagur, nóvember 18, 2005

Uss hvað mér leiðist mikið...
Er ekkert búin að gera af viti í allan dag. Tók smá sjopping flipp. Mig vantaði ekkert nema djammbol. Ákvað þá að kaupa bara eitthvað á Gauta líka. Gaman að kaupa strákaföt, svo miklu auðveldara. Og gaman að hafa strák til að dressa upp. Vísast þó að missa sig ekki.

Var, eins og margir virðist vera, að uppgötva Su Doku. Mikil snilld :)

mánudagur, nóvember 14, 2005

Víraði álfurinn á afmæli í dag - til hamingju með það sæta mín :)
Lára sæta er byrjuð að blogga - hlakka til að lesa meir um ævintýrin í New York :)

föstudagur, nóvember 11, 2005

Óréttlæti kallar stundum fram tár hjá mér.

Er að horfa á föstudagsmyndina á rúv. Fjallar um svarta að berjast fyrir að fá að stunda nám eins og hvítir. Fullt af hvítum að öskra fúkyrði á svarta. Meira segja rauðhærðir öskra á svarta. Ömurlegt.

Var um daginn hrædd við stórann svartann gaur. Velti fyrir mér hvort það væru kynþáttafordómar þar að baki. Held ekki. Myndi líka vera hrædd við stórann hvítann gaur í þessum aðstæðum.

En úr einu í öðru.
Var að heyra að Jón Gnarr væri á þeirri skoðun að samkynhneigð væri af hinu illa. Trúi því varla, eða vil allavega ekki trúa því. Hef alltaf borið virðingu fyrir kallinum. Getur þetta verið rétt?
Eitt sem mér finnst óendanlega fyndið að gera er að stara á fólk. Sérstaklega finnst mér fyndið þegar það segir eitthvað og maður svarar með þögn og undarlegum svip, þá byrjar fólk að tala ennþá meir, eins og til að redda sér útúr einhverju sem það heldur að það sé komið í, og svo heldur það áfram og áfram og er eiginlega að grafa sig í einhverja holu.

Það að ég þegi og stari bara á það þýðir ekki endilega að ég sé að dæma það - kannski hef ég bara ekkert að segja.

Kom gaur upp að mér og Kalla áðan sem byrjaði að tjá sig um stefnu Stúdentablaðsins, hvað hann var ánægður með hana. Ég var ekki alveg viss hvaða gaur þetta var og Kalli gaf ekkert til kynna að hann þekkti hann eitthvað þannig að staðan var sú að ég hélt að þetta væri bara einhver gaur sem hafði fundið hjá sér þörf til að tjá sig um þetta mál og byggist kannski ekki við neinum viðbrögðum. Þannig að ég horfði bara á hann. Þá byrjar hann auðvitað að tala meir og svo meir og svo meir, þar til ég sprakk úr hlátri. Kom svo í ljós að hann er í kórnum með Kalla.

Svo gaman að fokka aðeins í fólki ;)

mánudagur, nóvember 07, 2005

Það er þetta mál með æðri mátt. Það að maður trúi því að til sé æðri máttur þýðir ekki að maður geti fyrnt sig allri ábyrgð á gjörðum sínum. Hver og einn ber auðvitað ábyrgð á eigin gjörðum.

Ég ímynda mér að minn æðri máttur passi uppá mig og sé með plan fyrir mig. Það er auðvitað undir sjálfri mér komið hvort ég treysti honum fyrir mér eða ekki. Ef ég ákveð að treysta mínum æðri mætti þá er ég laus við að hafa áhyggjur af öllu því sem gæti hugsanlega gerst og get einbeitt mér að því að gera mitt besta í dag.

Ekki svo flókið.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Var að finna kasettu sem er síðan 1985. Þá var ég 7 ára og Sölvi 5 ára. Við bjuggum í Svíþjóð og á þeim tíma var pósturinn með kasettur sem kölluðust "ljóðakasettur". Mömmu og pabba fannst þetta greinilega frábær hugmynd og létu mig og Sölva syngja og röfla inná eina slíka til ömmur okkar og afa á Íslandi. Lögin sem við syngjum af mikilli gleði og innlifun eru meðal annars "I just called to say I love you", "Sweethome Chicago", "Ein ég sit og sauma", "Jólasveinar ganga um gólf" og fleiri jólalög. Já, þetta var sent heim fyrir jólin.

Mamma hljómar alveg eins og ég. Ég og Sölvi hljómum eins og litlir gríslingar. Teygjum ótæpilega á orðunum. Ég fæ meiri pláss þar sem ég virðist nýta mér að kunna að lesa og dunda mér við það án þess að vera feimin. Sölvi bíður þolinmóður á meðan. Svo nenni ég ekki að lesa og fer að syngja um Jesú á sænsku, Sölvi fær að taka pínu þátt.
"Nú fær Sölvi að tala" tilkynni ég. Svo þorir hann því ekki, en svo heyrirst hvísl og þá þorir hann því.

Já, það sannast enn einu sinni að litlir krakkar eru æði!