mánudagur, apríl 17, 2006

Eirðalaus börn er eitt það fyndnasta sem ég sé. Bullið sem veltur uppúr þeim og hvernig þau geta hangið utaní allt og alla er alveg ótrúlegt. Sum, eins og litli bróðir minn, söngla sig þá í gegnum allt. Svona söngl sem kemur bara meðan þau eru að dunda eitthvað annað, svona "annarshugar" söngl.

Horfði á litla bróðir minn vera eirðalaus í dag, að söngla og hanga utan í húsgögnin. Allt í einu áttar hann sig á því að það er 17.apríl og kallar niður til pabba "Pabbi, pabbi, það er 17.apríl í dag" - uppúr því byrjaði hann að söngla "það er 17.apríl, það er komin 17.apríl" sem breyttist svo í "hey hó jibbíjei og jibbí og jey það er komin 17.júúúúúní" sem teygðist í "úúúúnited".

Það er nefnilega það :)

mánudagur, apríl 10, 2006

Jáhá!

Prófaði þessa helgina að sleppa því algerlega að drekka áfengi. Hljómar svo sem ekkert sérstakt. Helgin lengdist fyrir vikið. Engin tími fór í þynnku. Skemmti mér án þess að þurfa taka einhverjum afleiðingum og án þess að eyða alltof miklum peningum. Gaman!

Var í karate-æfingabúðum um helgina. Japanskur sensei að kenna íslenskum karateiðkendum. Gaur sem er 61 árs. Byrjaði að æfa karate þegar hann var 15 ára, æfði sex daga vikunnar, þrjá tíma á dag í fjögur ár samfleytt. Wúsj!!! Hann er með 8.dan, sem aðeins örfáir eru með í öllum heiminum.

Svo á sunnudagseftirmiðdeginum var gráðun og nú er ég stoltur rauðbeltingur, jei.