mánudagur, nóvember 27, 2006

Góð helgin sem var að líða. Kynntist fullt af nýju fólki og hafði gaman af.

Föstudagskvöldið lenti ég á spjalli við tónlistar- og kvikmyndanörd. Svo ótrúlega skemmtilegt að detta inná þannig fólk. Svo tók ómenningin við!

Laugardagskvöldið þrammaði ég þvers og kruss um borgina, bíllinn minn dó fyrir nokkrum dögum síðan og þegar ég ferðast ekki um í leigubíl þá er það á tveim jafnfljótum. Bauðst til að ná í útlending heim til hans þannig að hann þyrfti ekki að eyða dágóðum tíma í að villast um dimmar götur Reykjavíkur. Bauð honum í bjór og spjall. Enduðum á að nördast í tónlistarkynningum. Svo tók ómenningin við!

Kíkti svo í bíó í gærkvöldi á myndina The Departed. Bjóst ekki við að hún yrði eitthvað stórkostleg en hlakkaði mikið til að sjá Leonardo Dicaprio. Myndin er mjög góð og mæli ég hiklaust með henni. Dicaprio stóð sig fáranlega vel, kiknaði í hnjánum og aðeins meir.

Ný vinnuvika tekin við og vonandi fer að rætast úr þessum bílamálum mínum. Farið að vera svolítið dýrt að ferðast um í leigara.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Kári fann mynd sem ég sá fyrir nokkru um skilnaðarferlið í Íran, hann sendi mér slóðann og ég hvet ykkur til að tékkit

föstudagur, nóvember 17, 2006

Fuck Yeah! Veit ekki alveg af hverju mér datt í hug að mig myndi ekki langa á tónleika Sykurmolana. Auðvitað myndi ég skemmta mér! Var spurð af hverju ég væri ekki að fara. Gat engu um það svarað. Heyrði svo Birthday í útvarpinu. Fyrst á Sufjan Stevens í Fríkirkjuna og svo á Sykurmolana í Höllina. Mjög svo gott kvöld.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Var að koma heim af kvöldvakt. Á eldhúsborðinu er heimabökuð bolla í glærum poka og lítill miði. Á miðanum stendur:

Nýbökuð bolla

Frá: Kristjáni S.
Til: Bestu systir!

P.s. Endilega að hita hana.

Held ég eigi besta litla brósa í heiminum :)

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Loksins datt ég, eða öllu heldur, rann ég niður stigann á KB. Hlaut að koma að því. Hef svo oft velt því fyrir mér hvort fólk sé ekki veltandi þarna niður í sí og æ um helgar. Jú,jú, svo er víst. Var með fullt glas af bjór, fór ekki mikið til spillis - hjúkket. Er með massa marblett á framhandleggnum sem minnir mig á reynslu mína. Svo gekk einhver á mig og bjór sullaðist framan á mig. Heyrði einhvern spyrja hvort ég væri óheppnasta manneskjan. Get reyndar neitað því, er frekar heppin.