þriðjudagur, maí 31, 2005

hahaha

Var að skoða blog hjá, ja.. strák sem ég hélt að væri nú vinur minn - en þar er ég linkuð sem "annað fólk sem mér er vel við". Mér er líka vel við hann þannig að ég linka hann inná hjá mér líka :)

Það sem borgarbarn getur gert í sveitina...

Hellú.
Hér í sveitina er fínt að vera, ég nota tækifærið að prófa að þvo ekki á mér hárið með sjampó - hef alltaf ætlað að prófa það almennilega en guggna alltaf þegar hárið er orðið vel olíað. En hér í sveitina þá gæti mér bara ekki verið meira sama hvernig hárið á mér er - frábært.

Ég er með mjög undarlegar hugmyndir um sveitina - líður alltaf eins og túrista þegar ég kem útá land. Fannst ekki taka því að taka strigaskó með og tók því bara túttur og gönguskó og svo inniskó. Uppgötvaði strax að það voru mikil mistök og bað mömmu um að senda mér ljótustu strigaskóna mína - er ekki alveg að tíma að nota venjulegu strigaskóna mína. Kei, þetta er nú samt soldið undarlegur hugsunarháttur þar sem það eru sko götur hér og ég bý ekki á bóndabæ, þetta er bara eins og lítið hverfi - en virðist halda að strigaskórnir mínir munu skemmast af því að vera í sveitina...jams, þetta breytist vonandi þegar á líður.
Hver veit nema að ég eigi bara eftir að fíla mig í sumar - stefnan er soldið komin í þá áttina :)

Var að klára að breyta í herbergið sem ég fékk úthlutað fyrir sumarið. Mér leist strax illa á uppröðun húsgagnana og nefndi það við kallinn að breyta, hann tók ekkert alltof vel í það, muldraði eitthvað um að það væri ekki hægt eða eitthvað þannig. Jæja, nú er hann bara útá sjó þannig að ég notaði tækifærið og byrjaði að hreyfa mublurnar til. Komst þá fljótt að hvað hann átti við með því að það væri ekki hægt. Rúmið er risastórt - svo gamaldags með áföstum náttborðum sitthvoru megin við. Svo er svona IKEA fataskápur og svo gamaldags skrifborð. Ég áttaði mig fljótlega á að skápurinn hefði verið settur inn og svo risarúmið og hann kæmist ekki framhjá því nema að taka rúmið út. En þar sem ég er ein að standa í þessu þá var það ekki möguleiki. Pústaði aðeins og byrjaði svo bara að ýta á allt til skiptis og viti menn, rúmlega klukkustund síðar var komin splúnkuný uppröðun á mublunum. Höm, stóllinn sem var við skrifborðið kemst þó ekki fyrir þannig að ég vona að kallinum sé sama að hann sitji á rúmstokkinn þegar hann er í tölvuna - mér er allavega sama ;)

Var að fá senda fullt af tónlist - reyndar bara mína tónlist að heimann - en mig vantaði eitthvað nýtt inná iPodinn minn. Var ég búin að segja að iPodinn er að bjarga lífi mínu?! Byrja oftast daginn á að hlusta á Bob Marley "Catch a Fire" og svo er misjafnt hvað tekur við eftir það. Er svo mikið þakklát brósa mínum fyrir að hafa kynnt mig fyrir þennan frábæra disk, hann er rosalega mikið hjálpa mér að komast í góðan fíling svona í upphaf dagsins. Antony and the Johnsons er líka í miklu uppáhaldi þessa dagana - svona weirdó gaur sem syngur um að verða kona einn daginn. Hann er einmitt að halda tónleika í Reykjavík 11.júlí og svo heppilega vill til að ég er einmitt í bænum þá, veiiiii :)

Er mikið í garðvinnu núna og þá kemur aldeilis að góðum notum að vera með tónlist í eyrunum. Það er náttúrulega allt morandi í býflugum, eða hunangsflugum (veit ekki alvegt hvort eru loðnu flugurnar og hvort eru stingu flugurnar) og þegar þær fljúga nálægt eyrunum á mér þá herpast hálsvöðvarnir alveg ósjálfrátt og það getur verið mjög svo óþægilegt. En þegar ég er með tónlistina þá heyri ég ekki boffs og er bara slök að rífa upp rætur.

Jæja.....röfli, röfl,
þar til næst - góðar stundir :)

mánudagur, maí 30, 2005

Bladíbla

Höm...hef ekkert að segja...það bara gerist ekki mjög mikið hér.
Fórum á Egilstað á laugardaginn - það var gaman. Te&kaffi er þar og ég gat fengið mér góðan latte með karmellu útí og massa góða beyglu, og sat svo ein og kjamsaði á þessu á meðan ég las blöðin. Já, við fáum bara stundum blöðin hingað til Borgarfjörð, í dag t.d. komu blöðin síðan á laugardag, sunnudag og í dag reyndar líka. Maður lifandi hvað þetta er óspennandi blogg, best að hætta.

Jú, kallinn fór á sjó í gær og verður fram að helgi - júhú, verð bara ein og get þá haft allt eftir minni hentusemi. "Verðuru nokkuð einmanna þegar ég fer?" spurði kallinn, hehe. Gengur aldeilis á lagið maðurinn, ætlaði að láta mig þrífa brugg tunnuna sína - ég hélt nú ekki og sagði honum það. Já, hann bruggar sko rauðvín og landa eða eitthvað þannig. Fyrsta daginn þá rétti hann mér Tinda vodka flösku og lét mig þefa úr henni - "Hvað helduru að þetta sé?" spurði hann glottandi. "Vodki?" svaraði ég (gæti mér verið meiri sama!!). "Nei, þetta er heimabruggið mitt" sagði hann svo rosa sáttur. "Drekkuru mikið?" What!!! Er nú ekki alveg að sjá fyrir mér fyllerí með þessum skarfi - höfum um nákvæmlega ekkert að tala og mig langar ekkert að vita um hann eða deila með honum upplýsingar um mig - nema bankanúmerið mitt, hehe. Finnst alltaf soldið undarlegt þegar fullorðnir menn spyrja mann svona spurningar - soldið barnalegt, sem hann er nú.

Jæja, nenni ekki meir í bili. Kíkið endilega á línkanna sem ég setti inn um Borgarfjörð Eystra - mjög áhugavert ;)

Tata :)

föstudagur, maí 27, 2005

Næstum daglegar fréttir, vúhú!

Jæja, nú er sá tími komin að ég fari að blogga mjög reglulega....dadadada.

Fyrsti dagurinn þar sem sólin lét sjá sig og helvíts norðaustan áttin hélt sig í skefjum, og það var bara mjög fínt. Var að vinna útí garð í allan dag að hreinsa beð. Hverjum hefði dottið í hug að síðar á ævi minni myndi ég geta nýtt mér stuepige reynslu mína og unglingavinnu reynslu mína - ja, ekki mér. En hér er ég, mörgum árum síðar, að þrífa herbergi og reita arfa - spennandi.

Talaði við yngri bróður minn í gær:
ég: Saknaru mín ekki rosalega?
hann: Ha, afhverju?
ég: Nú, ég er farin og verð ekki heima í allt sumar!!!
hann: ó, ég gleymdi að þú værir farin.
Honum er greinilega sama...

Jams og já, vonast til að fara til Egilsstaðar á morgun, kíkja í sund og svona - sjáum til hvernig það fer.

Jæja, kallinn að bjóða mér í bíltúr - sjáumst síðar :)

miðvikudagur, maí 25, 2005

Borgarfjörður eystri

Jæja, komin í sveitina....vildi að ég væri að elta geitina, múhahaha.
Langar bara til að kvarta en þetta er nú bara þriðji dagurinn þannig að það er ekki komin reynslutími á þetta enn. Þegar ég er hér ein þá er fínt, kallinn er svo skrítin að ég næ engu kontakti við hann, hann er samt fínn og leyfði mér að smakka fílsegg í gær. Svo er hann með gervihnattardisk og sjónvarpssjúklingurinn sem ég er gæti nú alveg eytt sumrinu fyrir framan imbann.

Lestur bókarinnar "Memoirs of a Geisha" er alveg að hjálpa mér mikið - hún er um litla stúlku sem er seld í þrældóm og gæti orðið geisha þegar hún eldist og blablabla. Allavega þá er hennar líf alvörunni erfitt og hún hefur ekkert val, ég valdi mitt hlutskipti og verð því að tékka á því allavega...

Skúli (kallinn sem ég er að vinna hjá á Borgarfirði Eystri) er Liverpool fan þannig að við eigum allavega það sameiginlegt. Núna er leikur að fara að byrja og hann er rosa spenntur - löngu búin að segja mér frá honum og að hann sé búin að bjóða fólki að koma og horfa. Bjarni bróðir hans var að koma og er soldið skrítnari en Skúli. Sjáum hvort stemmning sé að horfa á boltann og fá sér bjór með þeim bræðrum.

Býð góðar stundir að sinni :)

miðvikudagur, maí 11, 2005

....og hvað svo?

Jæja, nú eru prófin búin og búin að henda frá mér seinasta verkefni annarinnar... og hvað nú?
Vaknaði í morgun og áttaði mig á því að í dag væri fyrsti dagurinn í langan tíma þar sem ég hef engum skyldum að gegna, svo ljúft. En um leið var ég ekki alveg að átta mig á hvað ég ætti þá að gera. Virðist virka betur þegar ég á að vera að gera eitthvað allt annað en það sem ég er að gera, en ef ég þarf ekkert að gera þá hef ég ekkert að gera - já maður er soldið undarlegur. Held nú samt ekki að ég sé neitt frábrugðin öðrum að þessu leytinu til, lang flestir virðast eiga við þetta vandamál að stríða. Hver kannast ekki við að finnast allt í einu bráðnauðsynlegt að taka allt í gegn heima hjá sér í miðjum prófalestri? Jams og já, þannig er nú það....

Þannig að í dag chillaði ég bara, ekkert ósvipað og þegar ég var í prófalestrinum, nema núna lá ekkert annað á. Svo fór ég á Kjarvalstaði þar sem útskriftasýning nema úr LHÍ er í fullum gangi. Ég þoli ekki rangar eða villandi upplýsingar - er ótrúlega anal með svona hluti. Tékkaði á opnunartímanum á netinu og jújú, heppin ég, opið til kl.18 á miðvikudögum. Ekkert stress á minni og loksins þegar mér hentaði þá kíkti ég á sýninguna, um hálffimm leytið. Svo bara kl.17 kemur kona til mín og biður mig um að fara þar sem verið sé að loka safninu! Arg!!! Afhverju er þetta svona...glatað.

Ekki fyrir svo löngu sá ég auglýsingu frá 66gráðurnorður þar sem auglýst var massaflott peysa. Ég henti öllu frá mér og brunaði í næstu 66gráðunorður búð til þess eins að fá að heyra að þetta væri sumarvara sem ekki væri komin í búðirnar ennþá. Hvað er málið með þetta!?! Taka það kannski fram einhverstaðar að varan sé ókomin! Fucking villandi upplýsingar útum allt....arg....örk....andvarp...jæja þá... ég kaupi hana bara þegar hún kemur í búðirnar.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Personuleikakenningar

Aðeins að tjá mig um persónuleikakenningar,
þ.e. kenningar um persónuleika. Er til eitthvað sem
er persónuleiki og ef svo er, hvað er hann?

Þetta er eiginlega mjög undarlegt, sko öll
fræði um persónuleika byggjast á fáránlegri
aðferð - já! Einhver gaur tók sig til og safnaði
öllum lýsingarorðunum úr ensku Oxford orðabókinni
og svo hefur þetta verið flokkað fram og tilbaka.
Annar gaur flokkaði þau svo niður í nógu mörg orð til
að hægt væri að setja þau inní einhverja formúlu,
af því hann hafið ekki tækin til að flokka fleiri
(fyrir tíð reiknivélar).

Svo voru aðrir gaurar sem spurðu stúdenta (unglinga)
hvort þeir skildu öll lýsingarorðin, og hentu svo þeim
út sem unglingarnir skildu ekki!
Þannig að orðin sem notuð eru á persónuleikapróf
eru orð sem unglingar nota og skilja. En nú er það
staðreyn að sumir unglingar eru bara heimskir, hafa
ekki þroska og eru bara útá túni. Vita þeir hvernig
nota á t.d. orðið sjálfhverfur? Varla að ég viti það sjálf!

Kenningar um persónuleika fela í sér að í tungumálinu
séu að finna upplýsingar um allar mikilvægar, áhugaverðar
og nytsamlegar hliðar persónuleikans. Persónuleikann er því
að finna í tungumálinu.
Greining á orðum yfir líkamsparta færir okkur enga
trausta vitneskju um líffærafræði, afhverju ætti svo
að vera um persónuleikann?

mánudagur, maí 02, 2005

...

einhver gægðist útum gluggann
ég bankaði á 'ann
sýndist vera bros
ég bankaði þá á hurðina
hélt einhver væri heima
en svo var víst ekki

jei! ég samdi ljóð.