miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Ammæli, ammæli, ammæli

Í tilefni þess að í dag eru 27 ár síðan ég kom í heiminn þá er afmælisbjór á Grand rokk í kvöld eftir kl. 22:00. Binna vinkona fæddist líka á þessum frábæra degi og einmitt líka fyrir 27 árum síðan og mun heiðra mig og mína og sína með nærveru sinni á Grand í kvöld. Sjáumst :)

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Jíha!!! Kem í bæinn á morgun - wúha :)
Þar sem spáð er áframhaldandi rigningu og rok þá féll roadtripið niður og ég flýg bara annað kvöld til Reykjavíkur. Var smá leið yfir þessu en tók þó fljótt gleði mína á ný þegar ég áttaði mig á að þá gæti ég flogið heim strax annað kvöld.
"Settu brennivín í mjólkurglasið vinan því að ég er komin heim" - jíha :D

Wow, hvað þetta er að gleðja mig....
Af hverju er feiti gaurinn í Lost ennþá jafn feitur og hann var þegar serían byrjaði?

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Spjallaði við vin um daginn þar sem hann sagði:
"Þegar fíflunum fjölgar þá er komin tími á að gera eitthvað í málunum"
fyrsta sem ég hugsaði var:
"Það eru auðvitað sumar, og svo fer þeim fækkandi núna þegar byrjar að hausta"

Hlakka til að koma í bæinn og byrja aftur að stunda leynifundina, það er svo gaman :)

Er annars bara að chilla hér þar til ég get farið, já er orðin soldið óþreyjfull eftir að komast héðan og heim. Veðrið ræður því hvort að ég flýg eða hvort að Einar kemur á bílnum - bæði er skemmtilegt, bara bíða og sjá hvort verður.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Wúhú, óveður í aðsigi!!! Vá hvað ég er spennt. Var úti að setja inn alla lausamuni, eins og t.d. slátturvélina og önnur garðáhöld. Er nú komin inn og ætla að njóta þess að sitja inni í hlýjuna og hlusta á veðrið - svo nice.

mánudagur, ágúst 22, 2005

...og þá hefst biðin eftir einkunina (gæti hugsanlega verið bæði beygt og skrifað vitlaust).

En í aðra sálma, hef tekið eftir því að í Morgunblaðinu eru oft stafsetningavillur og finnst það mjög undarlegt. Þetta er, eða á að vera, virtur fjölmiðill og maður gat treyst því að það sem maður sá þar var rétt....bíddu bíddu....hahaha, nú er ég farin að rugla!

Mér finnst allt í lagi að heyra unglinga tala ruglmál og hef alltaf verið sannfærð um að það sé bara tímabil sem allir fara í gegnum. Annað finnst mér þó að heyra fullorðin einstakling rugla, t.d. að fara rangt með málshátt. Reyndar fyrirgef ég fólki þegar það er í beinni útsendingu og verður stressað og fer þess vegna að bulla, ætlar kannski að slá aðeins um sig en gerir það með orðum sem það er ekki vant að nota og því kemur út eitthvað rugl. En þegar maður sér þetta á prenti þá er það nú annað mál - er ekki sjálfsagt að láta lesa yfir það sem maður sendir frá sér? Skilst að Mogginn sé ekki prófarkalesinn lengur - af hverju ekki? Það er greinilega þörf á það.

Eins skil ég ekki af hverju fullorðnu fólki dettur í hug að setja uppí sig peningaseðla, t.d. þegar það er að telja klink og geymir seðilinn á milli varanna!!! Eða þegar afgreiðslufólk er svo almennilegt að nota hanska þegar það er að handleika óvarinn mat eða nammi, og fer svo í peningakassann og handleikur peninganna og fer svo aftur í óvarða matinn eða nammið - bíddu!!! Til hvers er verið að nota hanskana, hugsanlega til að verja sjálfan sig frá ógeðis matnum eða namminu sem kúnninn er að kaupa... eða hvað?

Jæja, þá er konan með skoðanir búin með þær í bili.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Örg!

HATA að lesa fyrir próf. Alveg frá því að ég byrjaði í HÍ hef ég stundað það að taka þessi helvítis sumarpróf, arg. Það alltaf jafn leiðinlegt og ég er alltaf jafn sein að byrja að lesa. Finnst það samt alltaf jafn góð hugmynd þegar ég er að drepast úr stressi rétt fyrir vor eða jóla prófin. Læri aldrei! Þetta ætti þó að vera síðast skiptið, allavega í HÍ. Vei fyrir því :)

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Reddað

Jei! Reddaði partner og húsbíl - jíha :)

mánudagur, ágúst 08, 2005

Skil ekki alveg...

Höm...framkvæmdastjóri KEA sagði starfi sínu lausu því hann var að fara í fæðingarorlof. Þýðir þetta þá að hann hafi ekki átt aftukvæmt að loknu orlofinu - eða að hann hafi bara notað tækifærið og hætt? Hann var ánægður í starfi skilst mér og því hallast ég að fyrri skýringuna, þ.e. að hann hafi ekki átt afturkvæmt í starfi að loknu orlofinu. Þannig að ef þú ert í rosalega mikilvægu starfi þá geturu ekki farið að eiga barn, kei. Gott að hafa það á hreinu.

Snilldarhugmynd

Fékk snilldarhugmynd!
Að enda sumardvöl mína hér fyrir austan á að keyra norður leiðina heim og gefa sér nokkra daga í það, eða allavega helgina. Einn er þó hængur á og hann er sá að ég á ekki bíl. Þannig að mig vantar partner sem á bíl, eða einhvern sem getur reddað bíl, til að taka þátt í að framkvæma þessa snilldarhugmynd.
Hér með auglýsist eftir slíkum ...... og við bíðum spennt :)

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Darídada

Þá var Óskar að fara frá mér...sakna strax að hafa engan hjá mér. Fórum í partý á föstudaginn, grilluðum og fórum svo í pottinn. Var svona kveðju djamm fyrir Aldísi sem er að fara til Danmerkur eftir helgi. En hún býr á Brekkubæ og er ein af þeim sem hefur gert dvöl mína hér á Borgarfirði mjög skemmtilega - vei :)

Haustið farið að kicka inn....rok og rigning hér. Mig langar að koma heim og byrja rútínuna mína þar, samt aðalega að hitta fólkið mitt :)

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

skórskórskórskór og fleiri skór....

Kei...ég er með sex skópör hérna...

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

eitthvað sniðugt

Verslunarmannahelgin var æðisleg. Álfaborgarsjens er þá haldin hér og var hagyrðingarkvöld á föstudaginn. Ég var massaspennt, loksins eitthvað að gerast, og ætlaði pottþétt að fara. Sem betur fer benti mér einhver á að þetta væri svona "Bladíbladí bla og blaídbladí bla og botnaðu nú" og þar sem ég veit ekkert leiðinlegra en þannig dót var ég ofsalega fegin að hafa ekki farið. Hefði þurft að læðast út, eða öllu verra, sitja allan tímann meðan hagyrðingar skemmtu sjálfa sig og hin gamalmennin.

Í staðin sat ég heima með þrem gestum og Skúla og horfði á lélegar bíómyndir á meðan við biðum eftir að ballið byrjaði seinna um kvöldið. Svo kom loksin að því og ég lullaði mér uppeftir. Ég er aðeins málkunnug nokkrum hér í sveitinni og fór því í von og óvon um að einhver myndi vera þar sem ég þekkti. Hitti strax sæta sænska vinnumanninn á næsta bæ og við urðum full saman.

Svo loksins um 5 leytið komu Lína og Kári í bæinn eftir að hafa keyrt bara alla leið úr Reykjavík. Þá gat ég loksins farið heim.

Já, undarlegt hugarfar mitt hér. Hugsaði bara með mér, ég verð bara að djamma þar til krakkarnir koma og verð þá bara nógu full til að mér leiðist ekki á meðan ég bíð. Og það rættist ;)

ARg!!!! var búin að skrifa helmingin af ofsalega ævintýrinu sem við lentum í á Snæfelli, hæsta fjallið utan jökla, þegar allt strokaðist bara út. Jæja, segi ykkur það bara síðar.

Allavega þá var þetta stórkostleg helgi með djammi, góðu fólki og smá skammt af ævintýri - bara eins og það á að vera :)