þriðjudagur, nóvember 30, 2004

afrek dagsins

jæja, þá er mín bara mætt uppá hlöðuna og klukkan er sko bara 9:17. Var soldið lengi að koma mér í gang í morgun en sofnaði þó ekki aftur. Velti fyrir mér það sem hausinn á mér var að reyna að sannfæra mig um - að ég hefði sofnað svo seint og best væri að sofa aðeins lengur. Reis svo á fætur og settist á tjalddýnuna mína og hugleiddi, og viti menn það virkaði. Ég er komin hingað og bara nokkuð sátt. Las nefnilega um daginn frásögn konu um hvernig hún nennti aldrei framúr rúminu sínu og hún hefði tekið uppá það ráð að prófa að hugleiða sig inní jákvætt viðhorf til dagsins sem væri framundan. Svo einn daginn vaknaði hún með jákvætt viðhorf til dagsins sem var framundan - stefni þanngað ;)
Ekki það að ég vakni með neikvætt viðhorf til hvers dags, nei, frekar að ég er ekki alveg að sjá hverju það munar að fara á fætur snemma og fara bara á fætur þegar maður vaknar útsofin svona þegar ég er að láta vekjaraklukkuna mína vekja mig, en svo þegar mér tekst þetta þá er ég alltaf mjög ánægð og sé alveg hversu mikil snilld það er að byrja daginn snemma.
Jæja, nóg um þetta. Ég var nú ekki að vakna til að sitja og blogga um það hversu frábært væri að sjá heiminn á þessum tíma dags - komin til að læra.
Megi dagurinn í dag verð ykkur öllum til mikillar gæfu, með Mættinum í liði :)

mánudagur, nóvember 29, 2004

allt er þetta hugrænt

Svaf rosalega lengi í dag, vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt og grumpaðist pínu yfir því að vera svona mikill sluggsi. Helti uppá kaffi og ákvað að ég liti nú alveg það vel út að ég þyfti ekki að fara í sturtu, þar sparaðist tími þannig að ég sat aðeins lengur með kaffi mitt og sígarettuna - spjallaði smá á msn og leiðrétti lýgi við við vin minn - hehe.
Já, í gær þá fórum við Jesús í msn stríð þar sem við dissuðum hvort annað rosa mikið og ég breytti display name-ið mitt í "Jesús er komin útúr skápnum", svo urðum við vinir og allt gleymdist - lalala. Svo fór ég aftur inná msn í nótt og var ekkert að spá í nafninu sem ég displayaði, fyrr en sameiginlegur vinur okkar Jesús, Óski, setti upp stórt spurningarmerki og spurði mig hvort að það væri rétt, "hvað sé rétt?" spurði ég og hann benti mér á að ég væri að auglýsa að Jesús væri hommi - "hehe, já" segi ég - hann bara komin útúr skápnum og hefur aldrei liðið betur, "neihei!" svaraði Óski. Ég bara stóðst ekki mátið og sagði honum frá því að Jesús væri rosalega hamingjusamur og komin með kærasta og allir rosa happy - Óski fór að sjá þetta: "Jú auðvitað vissi maður það svo sem, vá en frábærar fréttir" þannig að þið sjáið hvernig þetta var of fyndið til að gera þetta ekki. Anyways þá leiðrétti ég þetta ekki og hitti svo Jesús á msn í morgun - hann sagði mér að Óski hafi verið að spyrja hann hvort að hann væri hommi og með gaur sem væri í lögfræði - skildi ekkert í þessu.... HAHAHAHAHA, þá var komið að því að leiðrétta þetta og bara happy ending. Óska fannst þetta reyndar ekki eins fyndið og mér - Jesús ætlar að launa mér lambið gráa, hvað sem það nú þýðir.

Allavega, það sem ég ætlaði að skrifa um var að það er svo fyndið hvernig allt sem maður gerir og hvernig manni líður stjórnast af manni sjálfum - þarna uppi í litla heilabúið okkar. Sat í tíma áðan og kennarinn að fara yfir hvað kæmi á prófið og svoleiðis og allt í einu leið mér bara eins og ég væri nú alveg í þokkalega góðum málum og að þetta myndi bara reddast - ég er sko ekki búin að lesa nema einn kafla af 12 í bókina, þannig að kannski að ég sé veruleikafyrrt, en það skiptir ekki máli - núna mun ég nálgast þetta með jákvæðu hugarfari og vera nokkuð örugg með mig, svo smitar þetta á allt, sá mig í speglinum og hugsaði með mér "rosalega er ég sæt í dag" - já, lífið er frábært, njótið þess með mér :)

Hjálmar

Ef ég var ekki búin að segja frá því nú þegar - þá er íslenska reaggy (hef sko ekki hugmynd um hvernig þetta er skrifað) hljómsveitin Hjálmar að gera mjög svo góða hluti inná mínu heimili þessa dagana. Reyndar alveg frá því í sumar, þegar ég var svo heppin að kíkja á tónleika þeirra. Held sko að flestir þekki þá, en samt virðist ennþá vera fólk þarna úti sem ekki hefur séð ljósið - jæja, til ykkar langar mig að segja: "Kaupið diskinn!" Nú, eða kíkið í kaffi til mín og ég skal með glöðu geði kynna ykkur fyrir þessa snilld. Fátt skemmtilegra en að fá gott fólk heim í kaffi og ekki sakar ef viðkomandi kann að meta góða tónlist (þá á ég auðvitað við tónlist sem ég fíla og er að kynna, hehe).
Var að lesa eitthvað um að stórmennið Tom Waits væri kannski á leiðinni hingað til okkar - hversu mikil snilld væri það, ja... ég væri allavega til í að standa í röð í einn og hálfan sólarhring fyrir miða á tónleikana. Hehe, verða að segja frá hversu barnaleg ég get stundum verið... söngkona að nafni Gillian Welsh er í miklu uppáhaldi hjá mér og hún er mjög lítið þekkt hér á landi, útfrá því ályktaði ég að hún væri svona lowprofile tónlistarkona, allavega þá fór ég að sjá fyrir mér að gaman væri að flytja hana hingað heim til að spila fyrir mig og ykkur hin í leiðinni - pabbi sagði að það yrði dáldið stórt batterí, "neinei" sagði ég og útskýrði fyrir honum hvernig hún gæti bara búið heima hjá mér og ég myndi bara gista á sófanum og svo gæti hún bara chillað með mér og vina mína á kaffihúsum bæjarins og ég myndi kenna henni backgammon og kynna hana fyrir frábæru Reykjavíkinni okkar - þá benti pabbi mér á að hún væri sko alveg stórt númer útí heim og túraði um bæði öll BNA og Evrópu líka. Þar datt þessi fallegi draumur upp fyrir - allavega í bili :)
Jæja, býð góðar stundir að sinni og "tarfur sem telur sig mann, en maður sem telur sig drottinn" - snilld frá Hjálma

svo sniðugt

kei, þegar að maður bloggar, þ.e. setur inn nýtt posting, á blogspot þá kemur svona "this may take a few minutes if you have a large blog" þegar maður er að birta færsluna. Nú er ég frekar óþolinmóð stúlka og finnst hægt net óþolandi - en ... þegar svona er sagt við mig þá fyllist ég stolti og hugsa með mér: "því lengri bið, þeim mun stærra blogg" og verð rosa ánægð með mig. Já, það virðist ekki þurfa mikið til að bústa egóið hjá mér ;)

sunnudagur, nóvember 28, 2004

hehe, en gaman

Sælt veri fólkið.
Takk fyrir þessu fjölmörgu comment á meðan ég var í burtu :) - reyndi eitt sinn að setja teljara inná síðuna mína en það tókst ekki í fyrstu tilraun þannig að ég hætti bara við, svona er ég allavega einhverju nær.
Ég hef ekkert látið í mér heyra því tölvan mín tók uppá það að deyja - svo ég fór með hana á slysó og núna er hún komin aftur til mín, þessi elska. Fáránlegt hvað ég var orðin háð tölvunni, það var bara eins og heimurinn hefði hrunið hjá mér og ég sá hvernig endalokin nálguðust. En þökk sé eitthvað þá er hún komin aftur heim - hmmm, þetta sándar reyndar soldið sjúkt ... að tala um tölvuna sína eins og ástvin ...
Anyways, þá er ekki mikið í gangi þessa dagana - prófin að bresta á og ég að átta mig á að núna er sko allra síðasti séns á að taka sig á (hahahahahahaha, alltof mikið af á-um í þessari setningu). Þannig að þegar allt kemur til alls þá virðist sem að það merkilegasta sem drifið hefur á mína daga vera að tölvan mín skyldi deyja og lifna svo við aftur. Jams, kannski að ég ætti að ... hmmmm ... mér dettur bara ekkert sniðugt í hug!!!!
Býð góðar stundir að sinni og megi Mátturinn vera með ykkur öllum :)

föstudagur, nóvember 05, 2004

jú og já

enn og aftur er þetta bara fyrir þig. Eins og ég talaði um fyrr í dag þá skiptir styrkingarskilmálinn öllu máli. Tökum sem dæmi ef ég spila í spilakassa og vinn í fyrstu þrjú skiptin og ég spila áfram, en svo næstu átta skiptinn þá vinn ég ekkert - þá er nokkuð líklegt að ég hætti bara að spila. Já, fór á tónleika á kaffi list með hljómsveitina Nimbus, sem bróðir minn er í og stendur sig eins og hetja - staðurinn var nokkuð fullur því að í þessari hljómsveit eru greinilega góðir gaurara þar sem allt fólkið var vinir og vandamenn þeirra :)
Hilla hrundi hjá mér fyrir nokkrum nóttum síðan, vaknaði við eitthvað hljóð og það fyrsta sem ég hugsaði var: "hver er frammi?" - fyrir ykkur sem ekki vita (ef einhver er og nennir actually að lesa þetta) þá bý ég í skókassa og líkurnar á því að einhver sé í hann sem ég veit ekki af eru engar! Jája, ég allavega vaknaði við eitthvað undarlegt hljóð og viti menn, þá hafði bara hillan undir græjurnar gefið sig og allt, nema reyndar græjurnar, hrunið af henni - þ.e. allir diskarnir og allt draslið sem maður geymir á svona sniðugum stöðum. Þannig að ég neyddist til að taka græjurnar af hilluna og núna hef ég enga tónlist nema frá tölvuna mína, sem eru frekar léleg hljómgæði - snúrunar frá hátölurunum ná nefninlega ekki nema bara að þeim stað þar sem græjurnar voru. "Your parents don't like me 'cause i'm poor": texti í lagi sem ég er að hlusta á. Í dag fór ég s.s. og reddaði þessum hljómgæðismálum og keypti mér góð headphones - þar til pabbinn kemur og setur upp nýja hillu, annað er jú ekki hægt fyrir dótturina góðu ;)
Kingkong-kidi-kim�-� heitir lagið sem var að byrja og ég held að titillinn segi allt sem segja þarf :) "They grabbed mister frog and began to fight" segir kannski aðeins meir um snilldina sem hljómar í eyrum mér :)
Alltaf erfitt að lýsa tónlist í texta, þannig að ég ætla nú ekki mikið að reyna það - en býð góðar stundir að sinni... bíddu.... nema að ég bæti við snilldar texta úr næsta lagi sem var að byrja: "my mother she told me to give him a chair for the girls wouldin't have him" Já, þannig að ég segi kannski aðeins frá þessari tónlist sem tröllríður öllu hjá mér þessa dagana, þá er þetta samansafn grúskara gaurs sem hann gefur út 1952, tökurnar eru hins vegar frá tímabilinu '27-'32 og ætlaði hann með þessari útgáfu að umbylta samfélagsvitund hins bandaríska borgara... og dæmi hver um sig hvernig það tókst ;)

mánudagur, nóvember 01, 2004

úps

Gleymdi víst að tala aðeins um blúskvöldið sem ég fór á. Ég veit samt ekki hvort að það skipti nokkru máli því að þetta er eins og þegar maður spyr vini sína með hverjum þau eru að fara að djamma í kvöld og þau telja upp eitthvað fólk sem maður hefur aldrei heyrt um áður og hvað þá hitt. Í einni af myndunum sem sýnd var í komu fram menn eins og Howling Wolf, John Lee Hooker, T-Bone Walker, Muddy Waters, Sonny Boy Williamson og fleiri merkilegir menn. Þessir menn og fleiri komu saman á blues og folk music festival sem var haldið '62-'66. Þar var saman komið allt hvíta fólkið að horfa á svertingjana fremja blús eins og þeir gera það best. Að horfa á þetta fólk syngja sína tóna og spila á sínum hljóðfærum eins og ekkert væri náttúrulegra var unaðslegt, í einu atriðinu komu fram sex munnhörpuleikarar sem allir skiptust á að spila við míkrafón. Á meðan einn var að spila voru allir hinir að dansa eins og mother..... og kalla inní samþykktarhljóð - "Ayeah, tell 'em baby!"