sunnudagur, október 31, 2004

í kvöld

já, í kvöld var ferðinni haldið á grandrokk þar sem var verið að sýna heimildamyndir um blúsinn. Við höfum dálítin áhuga á slíku. Ég, brósinn og gnauton fórum saman á þennan viðburð, létt í lundu töltum við á barinn. Þegar inn var komið var ferðinni strax beint á, jú einmitt, barinn. Þar voru fullt af fastakúnum, við kunnum ágætlega við fastakúnna því þeir eru eins og heima hjá sér, og hvar líður manni betur en heima hjá sér. Einn, greininlega fastakúnni, gerir sig þó erindi við mig þar sem ég stend og bíð eftir að barþjónninn taki eftir mér og sinni mér. "Ertu að koma úr Beikidal?" Nei, segi ég og ætla mér ekki að eiga frekari samskipti við þennan mann. "Já, eru þar mikið af hrútarberjum?" spyr maðurinn aftur. Nei, segi ég og er að endurtaka svar mitt við fyrri spurninguna, ég hef nú ekki komið í Beikidal þannig að ég veit ekki hvað er þar og hvað þá hvar þessi staður er. "Ha?" segir maðurinn aftur, "Ég hef ekki komið á Beikidal og þú skalt nú hlusta eftir svari þegar þú spyrð spurningu" - já, mér fannst ég bara nokkuð góð. Maðurinn hætti að skipta sér að mér í eitt augnablik og vissi ekki alveg hvað ætti að koma næst. En hann fann eitthvað til að segja: "Þú berð með þér greindarþokka". Já - það þarf ekki nema að svara þessu liði og þá er maður bara orðin greindur og ber það með sér. Svona eru barir borgarinnar á sunnudagskvöldi.
Býð góðar stundir að sinni :)

föstudagur, október 29, 2004

Tom Waits !!!!

Maður sem er mesti snillingur ever! Já, það fer ekkert á milli mála, hann nær þessu öllu. Getur sungið um hamingjuna og nær depurðina líka. Það er gott að þurfa ekki að falla alveg niðurí þunglyndi til þess að þurfa að ná smá blúi - Tomminn nær þessu. "I said we'll all gonna be just dirt in the ground" segir sitt og svo "Jesus gonna be hera, he's gonna be here soone". Já, segi að við séum í nokkuð góðum málum. Svo kemur hins vegar: "When I'm lyin' in my bed at night I don't wanna grow up. Nothing ever seems to turn out right. I don't wanna grow up." Svo kemur: "I don't wanna grow up, I don't wanna have to shout it out, I don't want my hair to fall out, I don't wanna be filled with doubt, I don't wanna be a good boy scout, I don't wanna have to learn to count, I don't wanna have the biggest amount, I don't wanna grow up"

Eða kannsi frekar:

When I see the 5 o'clock news
I don't wanna grow up
Comb their hair and shine their shoes
I don't wanna grow up
Stay around in my old hometown
I don't wanna put my money down
I don't wanna get me a big old loan
Work them fingers to the bone
I don't wanna float a broom
Fall in love and get married then boom
How the hell did it get here so soon
I don't wanna grow up

Ja, dæmi hver fyrir sig - þetta var theme songið mitt fyrir 5 árum síðan...

... svo þroskast maður víst aðeins og sér að maður hefur val - á endanum liggur þetta víst allt hjá manni sjálfum ;)

fimmtudagur, október 28, 2004

Hversu gott hefur maður það þegar...

... mamman býðst til að sækja mann í mat
... maður er sendur í bað til að slaka á fyrir matinn
... manni finnst gaman að láta gott af sér leiða
... vinir manns sýna að þeim þyki vænt um mann
... maður fær ís í eftirrétt
... maður fær hláturskast oftar en einu sinni í viku
... fólki finnst gaman að sjá mann
... einhver segir við mann: "takk fyrir frábært spjall"
... maður er með þráðlaust net því maður á svo góða vini

ég myndi segja að maður hefði það bara helv... gott :)

miðvikudagur, október 27, 2004

mindlessness

Já, til er eitthvað sem kallast mindlessness. Það snýst um að maður gerir stundum hluti án þess að hugsa. Eins og ef maður biður fólk um greiða þá virðist bara vera nóg að gefa upp einhverja ástæðu, hversu fáranleg sem hún er, og fólk segir í langflestum tilfellum já. Síðar fattar viðkomandi að ástæðan sem gefin var upp var ekkert sérstaklega góð og jafnvel að hún meiki bara ekkert sense. Þetta er sniðugt dót ("væriru til í að hleypa mér framfyrir í röðina, ég er nefninlega með appelsínur í vasanum"). Ég er nefninlega að fara gera svipaða tilraun og mun segja frá því síðar.

þriðjudagur, október 26, 2004

bara fyrir þig ;)

hæhó
Þessi færsla er bara fyrir þig, því þú bættir síðunni minni inní morgunrútínuna þína :) Kærar þakkir elsku vinkonur og vinir sem commenta eitthvað - fyrsta sem ég gerði í morgun var að athuga hvort að einhver hefði commenterað, já ég veit það er ekki mjög cool. Var einmitt að skoða blogg í gær og linkaði mig inná annað blogg þaðan og svo annað blogg þaðan og lenti þá bara á blogg sem mig grunaði að einn vinur minn stæði fyrir. Hitti hann svo á msn (er þetta að verða of lúðalegt) og viti menn þá er hann með bloggsíðu og búin að vera með í dálítin tíma! Sko, það fyrsta sem ég gerði þegar að ég var búin að blogga í fyrsta skipti var að tilkynna sem flestum um það sem fyrst - er það ekki cool? Svarið sem ég fékk var: "Ja... mér fannst ég ekki þurfa gera það, a.m.k." og nú er ég ekki alveg viss um að ég kunni kóðann fyrir netheiminn, svona hvernig maður hagar sér og þannig. "It's not cool to wear sunglasses after dark. Unless you should wear sunglasses after dark, then it's uncool not to wear sunglasses after dark"

Býð góða nótt og góðar stundir :)

mánudagur, október 25, 2004

meira næturbrölt

jams og já. mig langar í meiri minni, þ.e. utaná liggjandi harðandisk - ipod væri fullkomið fyrir mig :)
þannig að ég fór á netið og tékkaði á þessu - kostnað og annað slíkt - 40GB ipod frá USA kostar 400$ (ca. 32 þús. ísl.) og svo athugaði ég hjá apple umboðinu hérna heima og .... arg! .... ég þoli þá ekki! Þar kostar 20GB ipod 69.900kr. takk fyrir !!!!! Já, þetta snýst aðallega um gremju mína gagnvart apple á íslandi. Þannig að núna er ég alveg stundum að sjá pínu pons eftir að hafa ekki bara keypt mér pc fartölvu - sleppt því að vera sérstök og verið bara eins og allir hinir og þá gæti ég keypt mér 80GB utaná liggjandi harðan disk á undir 20 þús.

En annars er bara allt gott, hehe. Get ennþá hjólað, sem er rosalega gott þar sem ég er orðin frekar háð hjólinu. Einn daginn bara small þetta - leit alltaf á hjólið sem bara farartæki og ef annað bauðst betra þá þáði ég það frekar og yfirgaf hjólið með glöðu geði. En svo bara einn daginn fór mér að þykja vænt um hjólið mitt og sá gildi þess að geta hjólað bara þanngað sem mig listir og á mínum tíma, já finnst meir en allt í lagi að fara bara með það í strætó ef um lengri vegalengd er að ræða (ekki það að það gerist oft). Þannig að mig kvíðir dálítið fyrir þegar það fer að snjóa. En vona að svona muni það líka gerast í náminu mínu - "klikk" - bara einn daginn smelli það og mín hugmynd að huggulegri kvöldstund verði að sitja við skrifborðið með greinarheftinn góðu og skemmt mér yfir því hvernig fræðimenn flækja einföldustu hlutina, mmmm... mér hlýnar allri ;)

Mogginn og mogginn

Setti moggann inn sem annað sniðugt dót að skoða, en ég verð nú bara að viðurkenna að eina ástæða þess var að lénið er eitt af þeim fáu sem ég kann án þess að þurfa að hugsa sérstalega um það og svo er það líka svo hlutlaust. En mogginn er nú frekar leiðinlegur og hvað þá á netinu! Hann mun verða tekin út við fyrsta tækifæri .... en þó ekki alveg strax, eitthvað svo notalegt við hann þarna :)

Sjálfálit, hvað er það eiginlega?

Í dag var soldið skemmtileg umræða um hvað sjálfsálit væri eiginlega. Maður sat ekki á sínu og gaspraði útúr sér að það væri trú manns um hversu hæfur maður væri á ákveðnum sviðum lífsins. Já, en er það eitthvað sem við getum þá mælt og ákveðið að lausninn að vandamálum fólks felist í að auka sjálfstraust þeirra og sjálfsálit og þá gengur því betur í lífinu? Hmmm, ég hef mikla trú á að gott sjálfsálit gefi manni margt og hjálpi manni oft í að takast á við hlutina - þannig að aðeins er verið að hrista uppí minni heimsmynd. En er sjálfsálit orsakaþáttur í þessu samhengi? Kemur þetta aukna sjálfsálit kannski bara til sögunnar eftir að manni hefur tekist að afreka eitthvað? Jams og já verð ég að segja. Þannig að slagorð eins og “I’m lovable and capable” duga manni skammt nema kannski til að viðhalda það sem fyrir er?

Ams, það er svo gott að chilla heima hjá sér í hlýjuna á stillons :)
Reyndar var ég að taka eftir því að gólfið mitt hallar aðeins meiri en lítið, þetta er eiginlega bara fáranlegt! Mér líður eins og ég sé útá sjó - múhahahahahaha

sunnudagur, október 24, 2004

skemmtilegt fólk hittir skemmtilegt fólk

Auogau! Ég kynntist alveg einstaklega geðþekkann mann um helgina, ótrúlegt hvað hann var þægilegur í alla staði og svo rosalega vinalegur - og bara in general einstakur strákur :)
Umf, einn er hægur þó á..... hann býr erlendis og er að fara út um bara næstu helgi, andvarp. Samt alveg ótrúlega gaman að hafa kynnst honum, ekki neitt mikið en hann er svo vinarlegur og yndislegur að við eigum pottþétt eftir að spjalla meira saman ef aðstæður koma upp, þannig að mín bíður bara spennt, hehe. Heyrðu! Ég var skooo á leiðinni að sofa, býð góða nótt og vona að þetta verðir það síðasta í kvöld.....zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

næturbröltið

Sjiiiiiiiiiit! Hvaða undarlegu hvöt fá mig til að fíla það óendanlega mikið að chilla bara frameftir á nóttunni og ekki langa til að fara að sofa? Ég er dálítið hissa á sjálfri mér, er í fucking námi og á að vera búin að læra taka ábyrgð! Jams og já. Hvað segir það mér, jú að stundum þá verður maður bara að þvinga sig til að byrja á hlutum og svo er það bara allt í lagi og eiginlega bara betri en maður bjóst við. Jams, þannig að þá væri rosalega sniðugt af mér að notfæra mér þessar upplýsingar. Nei, held ekki að ég nenni því... bíðum aðeins með það, kannski gerist það bara sjálfkrafa. Já. Hehe, alltaf plús að vera jákvæð :)
Eða er það sjálfsblekking? Eins og þegar ég fór eitt sinn í bankann og “sannfærði” þjónustufulltrúann um að veita mér lán. Já mikið var ég ánægð með mig í alveg smá tíma, alveg pínu montinn af sinni sko.
Anyways – maður veit alltaf svarið, það byrjar að blasa við manni og svo er bara að ákveða hvað maður gerir við það. Alltof einfalt.
Soldið við hæfi að ég sé rétt í þessu að hlusta á eitthvað sem best væri að lýsa sem negra gospell – olright!
Jæja, ég ætal að taka á því. Stefnan er tekin í rúmið, aaaaahhhhh.

Hey! Segir maður “stefnan er tekin á....” eða “stefnan er tekin í.....”? Eða skiptir það bara engu máli? Hmmm, erum við að hafa áhuga á orðsifjafræði, erum við ekki full ung fyrir það. Vekjum þetta upp þegar nær dregur að fimmtugsaldrinum.

nördar

Verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að hitta svona gúrú um bandaríska þjóðlaga tónlist sem getur contributað í safnið. Eini sem ég veit að er slíkt nörd er frekar leiðinlegur gaur, hmmmmm.... Og þá kemur þetta týpíska: “er rétt af mér að dæma hann, kannski að ég ætti að gefa honum tækifæri og fá að njóta hugsanlega visku hans, á hinn boginn gæti þetta verið bara hundleiðinlegur gaur og ég allt í einu búin að kynnast honum og verð því alltaf að vera svona smalltalk kunningi hans..... urk. Jams og já. Ætli ég grúski ekki bara aðeins sjálf og sé hvort einhver skemmtilegur sé ekki þarna sem deilir þessum áhuga. Ég hef nú alltaf brósann og jesús :)

sniðugir vinir

Hérna er bara verið að prófa að vera í tölvunni meðan lesið er af bók á standi á borðinu. Spurningin er hvort að þetta sé mjög góð vinnustaða, ég meina skrifborðið er bara rétt fyrir aftan mig. En nei, þetta er þægilegra, ég bara er ekki að meika að sitja við skrifborð og læra. Það er þá allt reynt.
Strákarnir voru hjá mér í kvöld, ég þurfti að taka við símtali og færði mig inn í svefnherbergið. Nokkru síðar að loknu löngu símtali kem ég aftur fram og þá voru þeir búnir að breyta stofunni minni – hahahahahahahahaha. Svo núna þá er ég bara að fíla þetta, búin að laga þetta aðeins og þá myndaðist þessi líka fína “vinnuaðstaða”, sem ég er einmitt að prófa núna, og já ég er alveg að fíla þetta.