laugardagur, október 29, 2005

Fyrir mér er matur bara matur. Ég meina, góður matur er alveg ofsalega góður, en svo verð ég södd og þá er því lokið. Hins vegar fæ ég aldrei nóg af því að baða mig. Það jafnast ekkert á við sjóðandi heitt bað og góð bók með. Get legið endalaust í baði, svo þegar vatnið er orðið kalt þá læt ég bara renna aftur heitt. Mmmmmm.......

miðvikudagur, október 26, 2005

Helvíti gott, nú er ég búin að eyða góðum tíma í að setja inn allskyns useless upplýsingum um sjálfan mig á myspace...veit ekki alveg hvaða tilgangi það þjónaði fyrir utan auðvitað að drepa tímann sem átti að notast í lestur greina sem fjalla um það sem ég er að rannsaka í lokaverkefninu mínu... tékkitout: myspace.com/soleyk

svo tek ég morgundaginn í að setja inn myndir af sjálfri mér....vel varin tími ;)

mánudagur, október 24, 2005

Spámaður.is sagði mér að mitt persónuleikatré væri:

Fura - Vandlæti
19.02-28/29.02 & 24.08-02.09

Manneskjan leitar í þægilegan félagsskap, býr yfir ómældum styrk og lagar líf sitt að sínum þörfum. Hún er athafnasöm og góður félagi, þótt hún sé ekki alltaf beint vinaleg.

Manneskjan á auðvelt með að verða ástfangin en ástríðan endist sjaldan lengi. Hún gefst fljótt upp. Hlutirnir þurfa að vera fullkomnir og því auðvelt að verða fyrir vonbrigðum. Manneskjan er þó traust og hagsýn að eðlisfari.
Æðruleysi:
Að vera óhrædd og róleg

föstudagur, október 21, 2005

Airwaves....

Gærkvöldið bætti fyrra kvöldið upp. Fyrra kvöldið komumst við hvergi inn þar sem öllum öðrum langaði á sama staði og við. Það var mjög svo fúlt. Var alveg að íhuga að skila armbandinu mínu. En gerði það ekki. Bitchaði bara ógeðslega mikið um það þar til Stjáni sagði mér að halda kjafti.

Massa skemmtilegt djamm í gær. Byrjaði á að kíkja með Gauta á EVE-fanfest. Sá fullt af fyndnum nördum. Finnst gaman að fá að koma með og skoða. Var kynnt fyrir einhverjum gaur sem horfði undarlega á mig. Þá var bætt við að ég væri sko ekki spilari, ég væri kærasta Gauta. Hann hætti þá að vera undarlegur á svipinn og snéri sér annað.

Fórum svo á Gaukinn þar sem hiphopið réði ríkjum. Fíla þá senu. Náði seinasta lagið sem Ragna flutti, kallar sig Cell 7, hún var æði. Næstir voru íslenskir strákar sem voru líka alveg frábærir. Svo gaman að standa og dúast með tónlistinni. Einstakt er líka hvað hiphop áhorfendur og heyrendur taka alltaf mikið þátt í showinu, syngja með og svona. Svo komu BNA gaurar sem spiluðu leiðinlegt hiphop þannig að við fórum.

Á Pravda var High Contrast, breskur plötusnúður, sem spilaði oldschool drum&bass. Þar var sveitt dansstemmning. Við vorum voða pen, chilluðum meðfram veggjunum en soguðumst mjög fljótt út á gólf og urðum jafn geðveik og allir hinir. Maður lifandi hvað það er gaman að dansa við harða tónlist! Man þá tíð er það var normið.

Er að vinna, nei, bíddu...er eiginlega bara í vinnuna...allavega, bíð spennt þar til kl. verður 23:30, þá læsi ég sjoppunni og skunda á Gaukinn. Kíki kannski niður götuna til að sjá hvort röð sé á Juliette & The Licks í Hafnarhúsinu og ef ekki þá væri gaman að tékka á þeim. Annars er frekar fínt lineup á Gauknum, meira hiphop.

þriðjudagur, október 18, 2005

Jól í skókassa.

Þessi fyrirsögn greip mig. Verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til að setja nokkra hluti eins og ritföng, vettlinga, sokka, hreinlætisvörur, leikföng og sælgæti í skókassa. Pakka honum svo inní jólapappír. Síðan er þeim útdeilt til þurfandi barna víðsvegar um heiminn.

Hrokinn í mér hló og sagði að fátæka fólkinu vantaði kannski ekki leikföng og sælgæti. Djöfull er fólk heimskt. Það er bara að uppfylla eigin löngun til að gera gott. Þeir sem fá mest útúr þessu eru þeir sem geta gefið, ekki þeir sem fá gefið.

Eða hvað...? Í hvað felst gleði og hamingja? Geturu ekki notið gagnslausa hluti nema að þú hafir alla grunnhlutina? Það er, geturu ekki notið jólana og það sem þeim fylgir nema að eiga nóg af mat, gott húsnæði og hlý föt? Djöfull er ég einföld! Auðvitað er það hægt. Lífið snýst um litlu hlutina, það eru þeir sem gefa manni von.

Ef engin fær jólapakka þá skiptir það engu máli. Ef allir fá jólapakka nema þú, þá er skítt að fá ekki jólapakka.

Held ég setji tannbursta, tannkrem, blýanta, stílabók, vettlinga og húfu og sniðugt leikfang í skókassa. Muni svo eftir að fara með skókassann á réttan stað fyrir réttan tíma.

miðvikudagur, október 12, 2005

Fór og lét tékka á heilann í mér, það var gaman.

þriðjudagur, október 11, 2005

Sit í tíma, próffræði. Skil sko ekkert hvað kallinn er að segja, heyri bara bla bla bla bla...... og bla bla bla. Þáttagreining, þáttastig, fylgni milli breyta og svo fylgnisafn, hornréttur snúningur og svo hvass snúningur þegar fylgni er milli breyta, uss er ekki neitt með á nótununum og hef aldrei verið það í þessu fagi. Reikna meðaltal stiga og svo án þess og sjá hvaða áhrif það hefur - hvaða áhrif væru það.....no clue.

þriðjudagur, október 04, 2005

Helt það.

mánudagur, október 03, 2005

Jæja....henda inn færslu, komin tími á það.

Lífið er rosa gott. Er svo heppinn að fá að deila því með yndislegum stráki. Það er skemmtilegt. Skólinn rúllar áfram og ég tek stundum þátt. Það er svo margt annað skemmtilegt að gera. Keypti mér karategalla. Finnst ég gera tæknirnar miklu betri núna þegar heyrist gallahljóð.

Sumir gleyma því að aðrir heyra það sem maður er að tala um. Ég er stundum þannig, stundum ekki. Heyrði undarlegar samræður. Fjölluðu aðallega um hversu ömurlegt er að kærasti einnar hefði riðið áður en hann kynntist henni. Gott að spjalla opinskátt um það á kaffihúsi.

Var boðin vinna sem dyravörður. Alveg heillandi. Á skemmtistaðnum sem ég er fastakúnni á. Kannski fínt að vinna fyrir djamminu sínu. Svona vöruskipti.
En svo finnst mér það ekki. Sé fyrir mér að mér eigi eftir að leiðast að vinna á þessum tíma. Er mjög pjöttuð með svona og nenni ekki að vinna hvað sem er. Góðu vön.
Skynsemin segir: "Taktu þessari vinnu". Skynsemin segir líka: "Slepptu því og minnkaðu djammið í staðin". Ég segi: "....ööööö...".

Helst af öllu vildi ég sleppa alveg við að vinna. Það er til dæmis ein snilldin við að vera í skóla. Lifa bara á námslánum. Svo breyttist það og ég ÞARF vinna. Ömurlegt að þurfa að vinna.