föstudagur, desember 23, 2005

Fylgst með fréttum:

Rosalegur gaur sem finnst frábær tilfinning þegar fingurnir byrja að dofna, svo handleggirnir og svo fótlegggirnir, þar til allt blóðflæði fer í að halda hjartanu heitu. Þessi rosalegi gaur er sundkappi sem lýsir fyrir sjónvarpsmanni hvað sé svona ótrúlega heillandi við það að skella sér útí sjóinn frá strönd Suðurskautslands. Honum finnst sniðugt að synda þar!

Simmi í Kastljósinu að spjalla við Bryndísi Schram um veru hennar í Finnlandi. Talið berst að jólahaldi og hún segir okkur að Finnar missi sig ekki í jólageðveikina eins og við. "Tíma þeir þá ekki að halda jól?" spyr Simmi í mesta sakleysi sínu.

Gaur að spjalla við sjónvarpsmann um skötu og allt það. Menn að taka í nefið og sjónvarpsmaður spyr útí það. Einn kallinn segist bara gera það þegar konan sé ekki, henni finnist þetta ógeðslegt. Svo tekur hann duglega í nefið. Stendur svo hlæjandi með brúna tóbaksrönd yfir efrivörina, í beinni.

þriðjudagur, desember 20, 2005

Síðasta tækifæri til að bitcha á þessu ári, best að gera það þá:


HELVÍTIS PRÓF RUGL !!!

mánudagur, desember 19, 2005

fimmtudagur, desember 15, 2005

Ég vissi það, aaaayeah!!

Your Superhero Profile

Your Superhero Name is The Mind Enigma
Your Superpower is Willpower
Your Weakness is Ice
Your Weapon is Your Glue Stinger
Your Mode of Transportation is Skis

mánudagur, desember 12, 2005

sunnudagur, desember 11, 2005

Yeah! Yeah!
Fór á Antony and the Johnsons í gær. Þurfti ekki að fórna því fyrir eitthvað göfugt eins og ég var svo hrædd um. Veit ekki alveg hvaðan sá ótti kom, ekki eins og ég standi oft frammi fyrir því!

Tónleikarnir voru æði. Antony er æði.

Byrjaði reyndar á gaur með sítt hár skipt í miðju, kringlótt gleraugu og í sjúskaðri skyrtu að spila eitthvað og gaula með. Örugglega kærasti Antonys eða rosa góður vinur. Leiddist í gegnum hann. Klappaði mikið þegar hann tilkynnti að nú væri komið að seinasta laginu hans. Veiiiiiiiii!

Svo kom goðið sjálft á svið. Eftirvæntingin var mikil, brosti fast og mikið. Hann stóð undir öllu. Var æði. Hefði ekki getað verið betri. Allt sviðið var dimmt fyrir utan tvo lampa sem lýstu í mittishæð. Hann vildi víst hafa það þannig - myrkur.

Eftir tónleikana var eitthvað hangs og við pabbi höngsuðum með. Keypti bol, tjattaði við fólk. Sá svo Antony inní kirkjuna. Hnippti í pabba: "Koma og segja hæ?". Gerðum það, veiiiiiii. Leyfði mér að vera eins og smástelpan sem ég er. Wúwú!

laugardagur, desember 10, 2005

HATA að læra fyrir próf! HATA það svo mikið!
Af hverju er ekki bara símat í öllum fögum háskólans, þannig að maður sé bara stöðugt að vinna með efnið. Ég þarf þannig aga. Þarf að skila verkefnum og þess lags til að lesa námsefnið. Arg! Þess vegna HATA ég lokapróf, ég er aldrei lesin. Er fávitinn sem er að frumlesa meirihlutann af námsefninu í byrjun des. Púst púst...

....og halda áfram!

föstudagur, desember 09, 2005

Í gær var ég í gráðun fyrir appelsínugula beltið. Gekk nokkuð vel. Var þó svo stressuð að ég bókstaflega skalf þar sem ég stóð í getanbrai-stöðuna mína. Vissi að ég myndi ná, það gera það allir. Nóg að sýna viðleitni og vera með 65% mætingu. Það er víst ekki fyrr en maður tekur brúna beltið að það fari að skipta verulegu máli að gera allt fullkomið. Nokkur belti í það hjá mér.

Fór svo á tónleika í Fríkirkjuna. Voða ljúft. Er að fara aftur á tónleika þar á morgun, sjá Antony and the Johnsons. Hlakka mjög mikið til. Búin að hlakka til síðan í september. Fékk allt í einu þá hugmynd að það myndi reyna á mig á morgun. Að ég þyrfti að sleppa tónleikunum fyrir eitthvað mjög göfugt. Shit! Vona að það sé bara paranoia hjá mér.

Er reyndar í prófalestri, eða öllu heldur á að vera í það. Ekki svo mikill tími sem ég hef fyrir það, svo margt annað skemmtilegt að gera. Ætli ég geti kennt fyrirmyndum mínum um þessa leti. Bandura segir að við lærum í gegnum herminám. Ég lærði viðmið mín með því að horfa á foreldra mína setja sér viðmið og fylgja þeim. Hemm....mamma er massa dugleg, myndi segja að pabbi er slakker. Ég er slakker. Djö! Snýst um að forgangsraða. Forgangsraða!!!

Þekki fólk sem fríkar og lendir í tilvistarkreppu þegar það fær lága einkunn. Ég er ekki ein af þeim. Hef reyndar mjög svo takmarkaðan skilning á þannig hlutum. Lífið heldur áfram. Það er eins skemmtilegt og við viljum hafa það. Reyndar líka eins leiðinlegt og við viljum hafa það. Okkar er víst valið.

Jeps, peps. Halda lestrinum áfram. Gangi mér vel. Gangi ykkur vel. Gangi okkur vel.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Sumir eru klikkaðri en aðrir, ég er ein af þeim.

Er að byrja á prófalestrinum. Auðvitað er mikilvægt að sofa vel og lengi, ég er mjög meðvituð um það. Svo er mikilvægt að vera ekkert að flýta sér of mikið þannig að mér finnst alveg réttlætanlegt að byrja daginn á sjóðandi heitu baði. Og með flýtifaktorinn í huga þá tek ég með mér Su Doku bókina mína og virki hugann með því að leysa eina slíka þraut á meðan ég slaka á í baði. Svo kem ég uppúr og þá er ég svo búin á því að ég þarf að slaka á með alla glugga opna til að fá ferkst loft.

Næst huga ég að næringu. Mjög mikilvægt er að borða vel til að vera vel upplögð fyrir lesturinn. Bý mér til heilsuboost-drykk og brauð með fullt af hollu áleggi. Borða þetta svo í ró og næði, ekki flýta meltinguna of mikið. Að máltíðinni lokinni þarf að ganga frá öllu og hella uppá kaffi. Þegar kaffið er komið í bollann er komin tími á að hefja lesturinn.

Þetta ferli tekur um tvær klukkustundir! Var að ljúka því og setjast niður til að lesa, þegar ég mundi allt í einu eftir því hversu langt er síðan ég heyrði í Gunna vin minn. Hringdi í hann og bjó til kaffidate.

Jæja, best að nota 40 mínúturnar sem ég hef til lesturs áður en ég þarf að leggja af stað í kaffi ;)