mánudagur, maí 29, 2006

Ókei....var í alvöru raunhæfur möguleiki að sjálfstæðismenn myndu mynda meirihluta með frjálslyndum! Er nú ekkert sérstaklega vel að mér í pólitík en það kom mér ekki ægilega á óvart að ekkert hafi orðið af því. Það kom mér heldur ekki sérstaklega á óvart að sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta með framsókn. Gat það farið öðruvísi?

Leiðist að ræða pólitík. Held að ég hafi ekki vit á henni...OMG! HVERSU LÉLEG ER TORO AUGLÝSINGIN UM ASÍSKA RÉTTI!!! (er að horfa á sjónvarpið)...allavega, leiðist að rífast og að láta aðra sannfæra mig um að sín...HAHAHAHAHAHA, KONA SEM ER EINS OG KALL Í GERVI KONU MEÐ GERVIVARIR...já, allavega, að sínar skoðanir og hugmyndir séu réttar eða sannfæra aðra um að mínar skoðanir séu réttar eða hvað. Hef bara aldrei skilið af hverju allir eru ekki sammála því að það eigi að passa uppá hagsmuni þeirra sem minni mega sín, að það eigi að gera fólki kleift að koma undir sér fótunum óháð hvaðan það kemur, að vinna þurfi betur að jafnrétti kynjanna sem og jafnrétti allra, að félagslega kerfið eigi að vera fyrir alla og eigi að veita almennilega þjónustu, að aldraðir eigi rétt á mannsæmandi ellilíferyrir, að veikt fólk þurfi ekki að gista á göngum sjúkrahúsanna, að við eigum að markaðsetja landið okkar sem náttúruperlu og útivistarparadís, að við ættum að virkja og nýta hugvitið og síðast en ekki síst að ókeypis sé í strætó - já, ég bara skil ekki afhverju allir eru ekki sammála þessu. Hvernig á maður að vera ósammála þessu? Sé það bara ekki.
Þá er ég komin aftur, búin að skila af mér BA-ritgerðinni og byrjuð að hekla.

Var að heyra æðislegar fréttir. Stefnan er því tekin austur 29.júlí. Sé fyrir mér roadtrip með skemmtilegu fólki og tónleika í fallegu umhverfi Borgarfjarðar eystri. Æði pæði :)