föstudagur, apríl 29, 2005

Engin profkviði

Er að fara í próf á morgun í skynjunarsálfræði og er bara ekki neitt stressuð, held það sé merki um að ég hafi ekki hugmynd um hvað ég kann lítið. Hallast þó að því að við erum ekki með sérstakt andlitsskynjunarkerfi, þ.e. ákveðið svæði í heilanum virkjast þegar við sjáum andlit sem snýr rétt, en þar sem sama svæði virkjast þegar fuglasérfræðingar sjá fugl og þekkja hann (Nei, blessaður Mási. Hvert er ferðinni heitið þetta árið?) þá er mun líklegra að þetta sé bara "sérfræði" svæði. Og hér með hef ég komið frá mér um það bil allt sem ég kann í skynjunarsálfræði - vona að ég muni það á morgun ;)

fimmtudagur, apríl 28, 2005

what the bleep do we know?

Sá frábæra fræðslumynd um daginn sem fjallar um hvað við vitum lítið um áhrif hugsana okkar, hvað þær eru og hver máttur þeirra er. Mæli eindregið með henni fyrir alla.
Í myndinni er gefið til kynna að máttur hugsana sé mikill og meir en almennt er gert ráð fyrir. Ég kaupi þetta algerlega þar sem mér finnst rosalega gaman að hugsa til þess að ég stjórni líðan minni og lífinu almennt með hugsanir mínar - allt er þetta jú hugrænt :)

rappari framtiðarinnar :)

Hahahahaha, litli bróðir minn er lítill átta ára gaur sem elskar rap. Var eitthvað að chilla með honum inní herberginu hans og rakst á blað með eftirfarandi texta á:

Blóð regn tropanir teta niður einns og etkver er táin já ég
er táinn þeta er enkin saga ég hev livað og lært að
enkin tilvinink er vera en að hava sært já já það er rjet þú
reinir og reinir en þú værð ekki lifvið avtur þesar tusur
drepa og drepa helvítið nálkast og nálkastn já helvitans
tusur helvitið havi þaðupp í raskat þeta eekki enta log já
já tvjövul tjövul helvitið nálkast nær þeta nær enkan enta
altrei tjövul ákverju ég já ég ákverrju ég já ég fokins
trulu sokkar helvítans tusur helvitans tusur hei strákar
varið anas drep ég igur aaaaaaaaaaaa óskar

Fyrst var ég alveg: "Shit! Hvar komst hann í þennan texta, hann má ekkert hlusta á svona dót!"
Svo spurði ég hann hvaðan þessi texti væri og hann fór allur hjá sér: "Æji, ég var að reyna að semja raptexta"
Þá hugsaði ég: "Guð! Líður honum svona?!?!" svo ákvað ég að vera raunsæ og leyfa drengnum að vera áhrifagjarn án þess að fríka út yfir því ;)

Hahahaha, svo mikill snillingur :)

þýðing ef hitt að ofan skilst ekki:

Blóð regndroparnir detta niður eins og einhver er dáin já ég
er dáinn þetta er engin saga ég hef lifað og lært að
engin tilfinning er verra en að hafa sært já já það er rétt þú
reynir og reynir en þú færð ekki lífið aftur þessar tussur
drepa og drepa helvítið nálgast og nálgast já helvítans
tussur helvítið hafi það upp í rassgatið þetta er ekki ennþá "log" já
já djöfull djöfull helvítið nálgast nær þetta nær engan enda
aldrei djöfull afhverju ég já ég afhverju ég já ég fokkings
drullu sokkar helvítis tussur helvítis tussur hei strákar
farið annars drep ég ykkur aaaaa óskar

laugardagur, apríl 09, 2005

Hjartanlega

Er að sukka uppí sófa og að horfa á brúðkaup Karls
bretaprins og Camillu. Greyið Baldvin er að segja frá
því sem er að gerast og konan þarna sem var með
einhverja spurningaþætti í sjónvarpinu einhvertíman.
Það getur nú ekki verið mjög gaman að vera í þessu.
Eða hvað? Kannski að þetta sé fín vinna, hangsa að
horfa á frægt fólk og röfla aðeins um það sem fyrir ber.

Mikið er ég ánægð með kvikmyndahátíðina sem er nú í gangi :)
Sá Hotel Ruwanda í gær, mjög góð mynd, rosalega efið.
Í kvöld er það svo Motorcycle diaries og sæti aðalleikarinn
verður á sýninguna og svo spurt og svarað eftir á.

"Jájá, fer að hitna í kolunum nú þegar silkihúfurnar fara að koma"

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Þetta helst...

jæja, þá nenni ég að blogga pons - eitthvað svo tilgangslaust að blogga þegar maður hefur ekkert að segja.

Ætla að skrá mig í Samfylkinguna og kjósa Ingibjörgu sem formann.
Mér finnst þetta þó dálítið svindl þar sem ég vill ekki vera á skrá hjá neinum flokki og ætla bara að skrá mig í og svo úr. Hef þó haft dálitlar áhyggjur af því að það verði svo eitthvað flókið að skrá mig úr flokkinn, en þegar ég bar það saman við áhyggjurnar af því að Össur yrði næsti formaður þá urðu þær áhyggjur smávægilegar. Jams og já, er ekki alveg að kaupa það að einhverjum finnist í alvörunni að Össur hafi staðið sig vel sem formaður og ætti að vera þar áfram. Hallast frekar að því að það séu orð þeirra sem vilja knésetja Samfylkinguna og ekki hleypa Ingibjörgu að. Össur er alger kjáni, hann hefur séð algerlega einn um að draga úr allan þann trúverðugleika sem hann hafði einhvertímann...samt örugglega fínn kall, bara ekki sem formaður maður!

Hem, er að lesa bók sem fjallar um trúarstefið í Peanuts. Gaur sem ber eftirnafnið Short skrifar hana og dregur fram hvernig smáfólkið predikar boðskap kristninnar, ekki með áróðri heldur í einskonar gátum og þannig sé best að koma boðskapnum á framfæri til þeirra sem efast. Held pælingin sé þá að ekki sé hægt að troða boðskap inná "sterka" einstaklinga. Það er best að setja pælingarnar fram kóðaðar og svo þegar að "sterki" einstaklingurinn crackar kóðann þá verður hann svo ánægður að hann er til í að samþykja pælinguna og þá boðskapinn og mission complete.