mánudagur, júlí 24, 2006

Fatta ekki af hverju alþjóðasamfélagið gerir ekkert í því að Ísrael er að bomba Líbanon. Fatta enn síður af hverju BNA ræður hvenær á að segja stopp. Það er bókstaflega verið að rústa Líbanon og við bara horfum á eins og þeir eigi þetta skilið. Mætti halda að BNA sé fulltrúi vestræna heimsins. Þeir halda það örugglega. Við virðumst halda það líka.

Ég segi stopp á bombun Ísraels á Líbanon. Fyrir hönd Íslendinga ætti ríkisstjórnin að fordæma árásirnar. Það myndi kannski styggja Bush, hann myndi kannski taka herliðið héðan. Bíddu - hann er búinn að því!

Jæja, sjáum hversu vel gerðir æðstu menn heims eru.

föstudagur, júlí 21, 2006

Er sko ekki dauð - bara endalaust lélegur bloggari þegar ég er ekki í námi, ekkert eins skemmtilegt eins og að blogga um allt í heiminum þegar maður ætti heldur betur að lesa námsefnið sitt, en nú eru þeir dagar liðnir í bili og þess vegna blogga ég voða lítið. Kannksi breytist það.

Er að fara austur á Borgarfjörð þar næstu helgi - hlakki hlakki - eins og mjög svo margir aðrir. Verður eitthvað undarlegt. Hlakka mikið til að koma aftur á "heimaslóðir". Leið svo vel þarna og kynntist mikið af æðislegu fólki og er því mjög spennt. Stórkostleg hugmynd að hafa tónleika með Belle&Sebastian þarna. Heyrði að fólki á svæðinu fyndist mjög svo undarlegt að það hafi bara selst upp. Mér finnst það ekki. Hlakki hlakki :)