þriðjudagur, september 20, 2005

wús!!! Var að lesa blogg hjá Línu og elti línk sem hún setti inn með pistil um orðið feministi. Tékkið endilega á pistlinum hér og látum orðið berast :)
Varð virkilega pirruð áðan í fyrsta skipti í langan tíma. Ekki mjög þægileg tilfinning. Kenni þreytu um, langaði helst ekki að eiga nein samskipti en þurfti þess og var því pirruð. Búin að jafna mig og vona að ég geti bara beðist afsökunar til þeirra sem urðu fyrir pirrinu mínu. Shit hvað ég get verið leiðilega konan þegar svo ber á.

En í allt aðra sálma.

Þoli svo illa hryllingsmyndir! Þegar Scream var sýnd í bíó á sínum tíma þá ætlaði ég útí hlé því ég var svo hrædd. Ég sá þó fyrir mér að líklega myndi ímyndunaraflið gera sér meir úr hálfkláraða mynd en mynd með endahnút á og kláraði því að horfa á hana. Sá ekki eftir því.
Var svo dregin á scifi/hryllingsmynd í bíó um daginn. Var ekki mjög spennt en lét tilleiðast. Var konan sem sagði "ó, nei!" þegar myndin byrjaði. Var undir hinu versta búin, svo var þetta bara fín mynd. Öllum fannst það þó ekki. Nördanir voru misánægðir en ég held að ég hafi verið mest ánægð. Enda hafði ég ekki hugmynd um við hverju ég átti að búast og bjóst því bara við vanlíðan en svo var ekki og því var ég sátt.

Fór í fangelsið á Skólavörðustíg í gær! Það var alveg soldið sérstakt.

fimmtudagur, september 15, 2005

Fór og ætlaði að redda námslánunum mínum fyrir þessa önn, en það virkaði víst ekki. Er búin að taka of margar einingar og bladí bladí bla. Crap! Vildi að ég hefði haft vit á að kynna mér þetta aðeins fyrr. Held samt að þetta reddist alveg, gerir það nú alltaf.

Þarf þá að vinna með skólanum í haust. Hef reyndar alltaf gert það, en var búin að sjá fyrir mér ljúft líf án vinnu þessa önnina. En nei. Tala við bankann minn á morgun og námsskrár kellingarnar og sjá hvort eitthvað sé hægt að fiffa.

Er byrjuð á BA-verkefninu mínu og ef allt gengur eftir þá verður útskrift í febrúar, jei! Fínt verkefni með tveim góðum leiðbeinendum. Mjög bjartsýn og jákvæð með það.

Gaman að vera til!

föstudagur, september 09, 2005

Var sagt við mig áðan að ég væri feit. Hef einu sinni áður lent í því. Þá sá pabbi ástæðu til að vara mig við því að verða of feit. Skil þetta ekki alveg. Lít á mig sem hraustlega. Breytist eftir því hvar á landinu ég er hvað mér finnst. Í sveitinni þá er ég grön. Í bænum er ég chubby. Getur þó ekki verið að ég breytist það mikið þegar ég ferðast milli staða. Hlýtur þá að vera bara í hausnum á mér.

Fór á fyrstu karateæfingu vetrarins áðan. Gaman að byrja aftur. Held það sé komin tími á að kaupa sér galla og belti. Er bara með gula beltið. Sumir eru komnir með appelsínugula beltið. Við samgleðjumst þeim.

Hékk á Sirkus áðan. Drakk bara kók þar sem ég var keyrandi. Ömurlegt að chilla þar edrú. Það venst kannski. Ætla nú samt ekki að prófa það mikið oftar. Sleppur þegar maður þarf þess.

fimmtudagur, september 01, 2005

Jæja. Komin aftur í bæinn. Gaman það. Svoooo mikið af skrýtnu fólki í bænum og sérstalega á Hlemm. Þurfti aðeins að bíða þar í dag. Sat feitur gaur á bekk við húsið að drekka kók. Svo byrjaði hann að hósta og svo bara ældi hann á bumbuna sína og fyrirframan sig og svo hélt hann bara áfram að drekka kókið sitt.
Svo er allt skrýtna fólkið vinir. Skrýtnir strætóbilstjórar eiga skrýtnar vinkonur á biðstöðvunum. Allir skrýtnir og líka þú.