sunnudagur, desember 24, 2006



Kæra fólk, ég óska öllum gleðilegra jóla. Friður sé með okkur.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Jei, ég fékk frábæra hugmynd!

Keypti mér fullt af bolum á threadless.com. Keypti þá í large og ætla svo að sníða þá á mig. Ég er svo sniðug.

mánudagur, desember 11, 2006

Fatahönnuður eða sálfræðingur? Gera bæði. Hvort er þá sniðugra að byrja á? Bæði? Langar að fara fljótlega aftur í skóla. Togast á milli þess að vera skynsöm eða gera það sem hljómar skemmtilegra. Skynsemin segir mér að stefna að því að verða sálfræðingur sem fyrst. Þegar ég hugsa dæmið lengra þá er ég ekkert svo viss hvort ég myndi nenna að taka á móti skjólstæðingum á stofu til mín. Væri betri í rannsóknarverkefnum einhverjum. Tölfræðigreina gögn. Hljómar þurrt. Skrifa skýrslur. Hljómar þó meiri spennandi en að hitta fólk allann daginn sem er ekki kátt. Rannsóknarsálfræðingurinn Sóley - hljómar vel. Rannsóknarsálfræðingur/fatahönnuður Sóley - hljómar rosa vel. Jájá, voða erfitt líf. Gott að þetta sé stærsta vandamál mitt þessa dagana.