mánudagur, nóvember 05, 2007

Myndasiða

Setti upp myndasíðu okkur öllum til dægrastyttinga og yndisauka

miðvikudagur, mars 14, 2007

Mig grunar sterklega að virknin á þessari síðu sé dauð....tími ekki að henda henni en lítið verður um update - tata ;)

mánudagur, janúar 22, 2007

Konur til sjávar og sveita, nær og fjær! Heyr mín orð er ég boða boðskap þæginda. Þegar það truflar mig ekki að vera á blæðingum. Þegar ég gleymi að ég sé á túr. Nei! segja konur. Slíkt er ei hægt. En jú! Slíkt er hægt, ég hef fundið sannleikann: Álfabikarinn góði! Umbyltir lífi kvenna sem þola ekki að hafa rakt bindi í klofinu. Kvenna sem þreyttar eru á að skipta um túrtappa á fjagra tíma fresti. Kvenna sem vilja sem minnst hafa fyrir þessu tímabili á mánaðar fresti. Lifi byltingin!!!!

mánudagur, janúar 08, 2007

Fjölskyldan á Karfavogi.


Brósi í peysu sem ég saumaði. Heppnaðist nokkuð vel.


Litli bró í peysu sem ég saumaði á strákinn.


Pizzan sem mamma bakaði sérstaklega fyrir mig af því að ég komst ekki í mat í gær. Hún bakar bestu pizzurnar.

sunnudagur, desember 24, 2006



Kæra fólk, ég óska öllum gleðilegra jóla. Friður sé með okkur.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Jei, ég fékk frábæra hugmynd!

Keypti mér fullt af bolum á threadless.com. Keypti þá í large og ætla svo að sníða þá á mig. Ég er svo sniðug.

mánudagur, desember 11, 2006

Fatahönnuður eða sálfræðingur? Gera bæði. Hvort er þá sniðugra að byrja á? Bæði? Langar að fara fljótlega aftur í skóla. Togast á milli þess að vera skynsöm eða gera það sem hljómar skemmtilegra. Skynsemin segir mér að stefna að því að verða sálfræðingur sem fyrst. Þegar ég hugsa dæmið lengra þá er ég ekkert svo viss hvort ég myndi nenna að taka á móti skjólstæðingum á stofu til mín. Væri betri í rannsóknarverkefnum einhverjum. Tölfræðigreina gögn. Hljómar þurrt. Skrifa skýrslur. Hljómar þó meiri spennandi en að hitta fólk allann daginn sem er ekki kátt. Rannsóknarsálfræðingurinn Sóley - hljómar vel. Rannsóknarsálfræðingur/fatahönnuður Sóley - hljómar rosa vel. Jájá, voða erfitt líf. Gott að þetta sé stærsta vandamál mitt þessa dagana.